spot_img
HomeFréttirValur Orri Valsson til Keflavíkur - skrifað undir við 12 leikmenn

Valur Orri Valsson til Keflavíkur – skrifað undir við 12 leikmenn

Á heimasíðu Keflavíkur kemur fram að félagið hafi skrifað undir samning við einn efnilegasta leikmann landsins, en Valur Orri Valsson mun leika með Keflvíkingum á næsta tímabili. Valur lék með FSu í 1. deildinni á síðasta tímabili og stóð sig mjög vel.
Ásamt því að semja við Val Orra samdi Keflavík við 11 aðra leikmenn og m.a. þeirra eru Magnús Þór Gunnarsson og Jón Norðdal Hafsteinsson. Einnig var skrifað undir við unga og efnilega leikmenn félagsins.
 
Einnig kemur fram í fréttinni að Almar Guðbrandsson og Arnar Freyr Jónsson en hann er að jafna sig á meiðslum sem hann varð fyrir á síðasta tímabili þegar hann lék í Danmörku.
 
Sjá alla leikmenn sem skrifuðu undir:
Magnús Þór Gunnarsson
Jón Norðdal Hafsteinsson
Gunnar Hafsteinn Stefánsson
Halldór Örn Halldórsson
Ragnar Gerald Albertsson
Andri Þór Skúlason
Sigurður Vignir Guðmundsson
Hafliði Már Brynjarsson
Andri Daníelsson
Kristján Tómasson
Sævar Freyr Eyjólfsson
Valur Orri Valsson
 
Mynd/ Leikmennirnir sem skrifuðu undir hjá Keflavík – Keflavik.is
 
Fréttir
- Auglýsing -