spot_img
HomeFréttirValur Orri: Auka 10 kíló á manni af áhyggjum sem maður þarf...

Valur Orri: Auka 10 kíló á manni af áhyggjum sem maður þarf að díla við

Leikur fór fram í úrslitaeinvígi Subway deildar karla í gærkvöldu. Grindavík lagði Val á heimavelli sínum í Smáranum í spennuleik, 93-89. Eftir leikinn er einvígið jafnt 1-1, en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

Hérna er meira um leikinn

Valur Orri ísaði leikinn á línunni í lokin og Karfan tók smá spjall við kappann að leikslokum:

Valur…alltaf gaman að sjá þig spila og til hamingju með geggjaðan sigur!

Já, þakka þér kærlega!

Svona til að byrja með…þú ert á vítalínunni þegar einhverjar 5-6 sekúndur eru eftir og þú verður eiginlega að setja annað þeirra niður…þetta er ekkert fyrir alla sko! Ég myndi persónulega ekki sjá körfuna fyrir stressi! Geturu útskýrt fyrir mér hvernig menn fara að þessu?

Ja…fyrstu vítin sem ég fékk í leiknum…ég klikkaði á öðru þeirra og ég held að það hafi svona tekið skjálftann úr mér! Það fyndna við þetta var að ég fann strax að fyrra vítið þarna í lokin var bara öruggt…ætlaði að setja svo seinna en klikkaði hins vegar á því!

Já akkúrat! Að sjálfsögðu ætlaðiru að henda báðum niður. En geggjaður leikur, svakaleg stemmning. Mér fannst ég skynja full mikið stress í ykkur í byrjun…?

Já það er alveg góður punktur. Við komum svolítið orkulausir út fannst mér…

…já, þið lendið náttúrlega strax aðeins undir og…

.”..já við erum einhvern veginn að reyna að koma okkur í gang, allir einhvern veginn að prófa í staðinn fyrir að vera bara ákveðnir og menn bara að koma sér í gang í gegnum flæðið í leiknum…

Í rauninni varð aldrei neitt flæði hjá ykkur í þessum leik en samt vinnið þið hann! Ég myndi segja það…

Já…það var ekkert fyrr en kannski í fjórða þar sem við fórum að setja aðeins meira upp í kerfi sem við vorum með og það virkaði þegar Kane henti þarna í einhver 7 stig í röð, við vorum að fá nokkur stopp með því en þó kannski alveg eins og við vildum hafa það, þeir voru að taka mörg sóknarfráköst og vesen sko…en við gerðum bara vel bæði í vörn og sókn finnst mér sérstaklega í fjórða leikhluta.

Já…vörnin var ekki góð í fyrri hálfleik hjá ykkur…

…bara alls ekki sko…

…þeir voru búnir að skora á ykkur 40 stig eftir korter eða svo…

Já, það var þannig, 42 með 4:40 eftir eða svo held ég. Við treystum ekki hver öðrum og sóknin ekki að ganga, menn eitthvað pirraðir og þú veist…við verðum bara að hætta því, það er bara þannig.

Akkúrat. Við vorum að tala um stress áðan og að sjá ekki körfuna…og nú er enginn manneskja alveg taugalaus – það hlýtur að hafa alltaf svolítil áhrif á menn að vera 0-1 undir í seríu og það er nánast algerlega nauðsynlegt að ná sigri…svona ef maður fer að skoða einhverja tölfræði og þannig…

Já! Það eru auka 10 kíló á manni af áhyggjum sem maður þarf að díla við…eða kannski ekki áhyggjum en svona óþarfa stressi og hausinn fer á eitthvað flug sem hann þarf ekkert að fara á þannig að…

Einmitt…heftir ykkur svolítið…

Já, bara klárlega…og að vinna þennan leik held ég að geti gert margt fyrir okkur bara ef við nýtum það rétt.

Akkúrat – ef ykkur tekst að stilla ykkur einhvern veginn rétt með kannski hæfilega miklu kæruleysi í bland í næsta leik og þá er aldrei að vita hvað gerist?

Bara 100%! Við höfum átt 2 leiki núna þar sem við erum ekki kannski að skjóta neitt frábærlega. Við höfum ekki náð neinu rönni og sprengt um leikinn, en samt að skora 93 stig í kvöld sem er bara ljómandi gott til að vinna körfuboltaleik. Held að þeir hafi skorað 89 stig í báðum leikjunum sem er aðeins of mikið sérstaklega þar sem þeir spila svona hægari bolta eða þannig… en þeir hafa bara verið að hitta fantavel. En við þurfum að samstilla vörn og sókn hjá okkur aðeins betur.

Þá stelið þið kannski útileiknum…

Já…það þarf bara að vinna 3 þrjá leiki og þú þarft að vinna einn útileik ef þú byrjar á útivelli, það er bara þannig!

Það er alveg ljóst, þetta er ekki flókin stærðfræði! Takk fyrir spjallið og gangi ykkur vel í framhaldinu!

Fréttir
- Auglýsing -