spot_img
HomeFréttirValur orðin stoðsendingahæstur í sögu Florida Tech

Valur orðin stoðsendingahæstur í sögu Florida Tech

Florida Tech háskólinn hélt vonum sínum um að komast í úrslitakeppni á lífi með góðum 77-70 sigri á Embry-Riddle í gærkvöldi.

Valur Orri Valsson leikur með Florida Tech og átti góðan leik er hann var með 9 stig, 7 fráköst, 10 stoðsendingar og þrjá stolna bolta. Frammistaða hans í þessum leik var þó ekki það eina markverða við leik kvöldsins.

Valur skrifaði sig nefnilega í sögubækurnar hjá skólanum er hann varð stoðsendingahæsti leikmaður í sögu skólans. Hann hefur núna sett 429 stoðsendingar sem er einu minna en Chris Carter sem átti metið fyrir. Valur náði metinu hinsvegar á innan við þremur tímabilum sem er magnaður árangur.

„Ég er virkilega stoltur af Vali að ná þessu meti og koma nafni sínu í metabækur Florida Tech að eilífu.“ sagði þjálfari liðsins Billy Mims á heimsíðu félagsins. Hann segir það einnig ótrúlegt að Valur hafi bætt metið þegar litið sé til þess að hann hafi setið fyrsta tímabilið og ekki getað spilað það tímabil. Hann bætti við:

„Ég hef þjálfað mikið af góðum leikmönnum á ferlinum, hann er einn af bestu sendingamönnum sem ég hef haft tækifæri á að þjálfa. Valur sér völlinn á ótrúlegan hátt.“

Fréttir
- Auglýsing -