spot_img
HomeÚti í heimiHáskólaboltinnValur og Guðlaug byrja með Florida Tech um helgina

Valur og Guðlaug byrja með Florida Tech um helgina

Valur Orri Valsson og Guðlaug Björt Júlíusdóttir leika bæði með skólaliðum Florida Tech í bandaríska háskólaboltanum. Þau hefja leik um helgina en Valur og karlaliðið mæta Georgia Tech laugardaginn 3. nóvember.

Guðlaug og liðsfélagar í kvennaliðinu mæta Saint Thomas University föstudaginn 2. nóvember. Háskólaboltinn er að byrja með látum á næstu dögum og verður nóg við að vera hjá íslensku háskólanemunum ytra.

Heimasíða Florida Tech

Fréttir
- Auglýsing -