spot_img
HomeFréttirValur meistari meistaranna 2019

Valur meistari meistaranna 2019

Meistarakeppni kvenna fór fram fyrr í kvöld þar sem Íslands-og bikarmeistarar Vals léku gegn Keflavík sem liðið lék gegn í úrslitaeinvíginu á síðustu leiktíð.

Óhætt er að segja að Valur hafi tekið forystuna snemma í leiknum og Keflavík sá aldrei til sólar eftir það. Keflavík var aldrei langt undan í fyrri hálfleik en Valur sigraði þriðja leikhluta 27-8 og þar með var úti um ævintýri.

Lokastaðan 105-81 fyrir Val sem er þar með meistari meistaranna 2019 og handhafi alla titla sem í boði eru í meistaraflokki kvenna.

Guðbjörg Sverrisdóttir var stigahæst hjá Val með 22 stig en Helena Sverrisdóttir var öflug að vanda með 14 stig, 13 fráköst og 7 stoðsendingar. Hjá Keflavík var Daniela Morrilo frábær með 36 stig.

Tölfræði leiksins.

Myndasafn (Guðlaugur)

Fréttir
- Auglýsing -