spot_img
HomeFréttirValur með nauman sigur á ÍR

Valur með nauman sigur á ÍR

ÍR tók á móti Val í Subway-deild kvenna á heimavelli sínum í Skógarseli í kvöld. Fyrir leik höfðu heimakonur ekki enn unnið leik í deildinni.

Gestirnir byrjuðu betur og höfðu níu stiga forskot eftir fyrsta fjórðung, 19-28. ÍR bitu í skjaldarrendur í öðrum fjórðung og höfðu Valskonur fimm stiga forskot í hálfleik, 41-46.

Jafnræði var með liðunum í þriðja leikhluta, en í fjórða leikhluta önduðu heimakonur verulega ofan í hálsmál Vals. Að lokum voru það þó gestirnir sem fóru með nauman tveggja stiga sigur af hólmi, lokatölur 74-76.

Kiana Johnson var stigahæst gestanna með 28 stig, en Jamie Cherry var stigahæst ÍR með 29 stig.

Næsti leikur ÍR er 4. desember á útivelli gegn Njarðvík, en sama kvöld í sama sveitarfélagi mæta Valskonur Keflavík.

Fréttir
- Auglýsing -