Valur er þessa stundina í æfingaferð á Spáni. Flogið var ut á mánudag til Barcelona þar sem æft verður og spilaðir 3 æfingaleikir. Í kvöld mættu stelpurnar liði Femení Sant Adriá sem leikur í spænsku 2 deildinni. Sigur hafðist 54-51 fyrir Val.
Fyrr í dag var tilkynnt að Kiana Johnson yrði spilandi aðstoðarþjálfari í vetur hjá Val. Hún og Simone Costa hittu liðið í Barcelona og hafa aðeins tekið tvær æfingar með liðinu. Á morgun spilar liðið svo við lið Boet Mataró sem einnig leikur í spænsku annari deildinni. Á Laugardag mæta Valsstelpurnar svo stórliði Barcelona.