spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaValur lagði Hamar örugglega í Hveragerði

Valur lagði Hamar örugglega í Hveragerði

Valur lagði Hamar í Hveragerði í kvöld í 13. umferð Subway deildar karla, 89-111.

Með sigrinum náði Valur að halda í efsta sæti deildarinnar, en þeir hafa það sem af er tímabili unnið tíu leiki og tapað þremur. Hamar er hinsvegar á hinum enda töflunnar, enn án sigurs eftir fyrstu þrettán umferðirnar.

Atkvæðamestir fyrir Hamar í leiknum voru Franck Kamgain með 28 stig, 2 stoðsendingar og Aurimas Urbonas með 16 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar.

Fyrir Val var atkvæðamestur Joshua Jefferson með 37 stig, 4 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Honum næstur var Kristófer Acox með 26 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar.

Bæði lið leika næst komandi fimmtudag 18. janúar, en þá fær Valur lið Keflavíkur í heimsókn og Hamar mætir Stjörnunni í Garðabæ.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -