KR og Valur mættust í Domino´s deild kvenna í kvöld þar sem KR-ingar fóru með 61-62 spennusigur af hólmi. Shannon McCallum fór mikinn í liði KR með 38 stig og 13 fráköst og jafnframt sigurstigin þegar 0,9 sekúndur lifðu leiks. Þar á undan hafði Þórunn Bjarnadóttir sett stóran þrist sem kom Val í 61-60 en KR-ingar kláruðu dæmið með McCallum í broddi fylkingar og hafa nú unnið sex deildarleiki í röð! KR jók því forskot sitt á Val um sex stig en eru sem fyrr í 3. sæti deildarinnar.
4. leikhluti
Hallveig Jónsdóttir fékk lokaskotið fyrir Val úr erfiðri stöðu en það vildi ekki niður og KR fagnar því sigri…sjötti deildarsigur KR í röð því staðreynd.
– 61-62…LOKATÖLUR
– 61-62 McCallum! Keyrir inn að endalínu og fer í erfitt stökkskot sem ratar niður og kemur KR í 61-62!! og 0,6 sek eftir á klukkunni…leikhlé Valur.
– Þórunn Bjarnadóttir með risavaxinn þrist og kemur Val í 61-60 eftir stoðsendingu frá Rögnu Margréti! Risavaxinn þristur og KR tekur strax leikhlé þegar 5,4 sekúndur eru eftir af leiknum.
– Þá er komið að lokasókninni hjá Val…
– Valskonur missa boltann þegar um 20 sek eru eftir af leiknum en KR-ingar flýta sér um of og missa boltann þegar 14,9 sek eru eftir og Valskonur taka leikhlé.
– 58-60 og McCallum setur niður eitt af tveimur vítum, bæði lið komin með skotrétt og 25 sek eftir.
– 58-59 og Kristrún Sigurjónsdóttir minnkar muninn í eitt stig fyrir Val, brenndi af öðru af tveimur vítum sínum.
– 57-59 Helga Einarsdóttir með tvö dýr víti fyrir KR og 1.30mín eftir af leiknum.
– 57-57 Kristrún Sigurjónsdóttir jafnar leikinn fyrir Val.
– 55-57 og Gróa kemur KR yfir þegar 2.15mín eru eftir af leiknum.
– 55-55 og KR búnar að jafna þegar 3 mínútur eru til leiksloka.
– Jaleesa Butler að fá sína fimmtu villu í liði Vals nú þegar 5 mínútur eru til leiksloka. Þetta ætti að þyngja róðurinn talsvert hjá Val en Butler kveður leikinn með 22 stig, 18 fráköst, 3 stoðsendingar og 5 varin skot.
– 55-53...Butler að skora fyrir Val og KR missa boltann strax í næstu sókn…gengur lítið hjá gestunum í augnablikinu en 6.00mín til leiksloka.
– 53-52 og Valskonur koma dýrvitlausar út úr leikhléinu með 7-0 dembu og KR-ingar taka leikhlé…hér skiptast á skin og skúrir og ljóst að neglur verða nagaðar þar til lokaflautið glymur.
– 46-52 og Butler með tvö góð stig fyrir KR eftir stoðsendingu frá Söru Mjöll Magnúsdóttur…Valskonur taka leikhlé.
– 46-47 fyrir KR en Butler með sóknarfrákast fyrir Val og skorar að auki, komin með 14 fráköst í dag.
– Fjórði leikhluti er hafinn og Jaleesa Butler fær sína fjórðu villu í liði Vals eftir 10 sekúnda leik!
_______________________________________________________________________________________________________________________

3. leikhluti
– Þriðja leiklhuta lokið og staðan 42-43 fyrir KR og McCallum komin með 30 stig í liði röndóttra þegar enn eru 10 mínútur til leiksloka.
– 42-43 og McCallum með þrist þegar 15 sek eru eftir.
– 40-40 og McCallum jafnar leikinn fyrir KR þegar tvær og hálf mínúta er eftir af þriðja leikhluta. McCallum komin með 27 af 40 stigum KR í leiknum.
– 40-37 fyrir Val og 4.01mín eftir af þriðja leikhluta. Litið skorað og bæði lið nokkuð mistæk í sínum aðgerðum en hafa einnig bæði þétt varnarleik sinn töluvert.
– 38-37 og McCallum skorar fyrir KR með gegnumbroti…
– 38-35 og 7-0 ,,run” Vals í gangi.
– 36-35 og Valskonur svara þristinum frá Önnu með 5-0 dembu.
– 31-35: Anna María Ævarsdottir opnaði þriðja leikhluta með þrist fyrir KR.
_______________________________________________________________________________________________________________________
* Skotnýting liðanna í hálfleik
– Valur: Tveggja 31% – þriggja 42,8% og víti 66,6%
– KR: Tveggja 55,5% – þriggja 12,5% og víti 85,7%
* Shannon McCallum er með 22 stig og 7 fráköst í hálfleik í liði KR en hjá Val er Jaleesa Butler með 14 stig og 9 fráköst.
________________________________________________________________________________________________________________________
2. leikhluti
– 31-32 og hálfleikur. KR leiðir með einu stigi í leikhléi…Valskonur áttu lokasóknina sem var illa útfærð gegn þéttri vörn KR og náðu heimakonur ekki skoti og því leiða KR-ingar í hálfleik.
– 31-32 fyrir KR og 9,7 sek. eftir af fyrri hálfleik. Valskonur taka leikhlé og ráða sínum ráðum fyrir lokasókn fyrri hálfleiks…
– 29-28 og McCallum með KR þrist og minnkar muninn í eitt stig þegar ein og hálf mínúta er til hálfleiks. Valskonum gengur illa að verjast McCallum sem er að hitta fyrir utan og einnig skæð þegar hún leggur af stað í átt að körfunni.
– 29-24, McCallum að minnka muninn fyrir KR af vítalínunni og 2.39mín til hálfleiks. McCallum komin með 16 af 24 stigum KR í leiknum.
– 27-19 og Kristrún Sigurjónsdóttir setur niður annan þrist fyrir Val og KR tekur leikhlé. Valskonur ættu að halda sig við þristana með 75% nýtingu utan við bogann en aðeins 30,4% nýtingu í teignum til þessa.
– 24-19 og Hallveig Jónsdóttir með þrist fyrir Val og 4.15mín til hálfleiks.
– Valskonur reyna nú fyrir sér í svæðisvörn og gengur það bara prýðilega, skot KR-inga vilja ekki niður þessa stundina.
– 20-19 og McCallum gerir þrist fyrir KR og fyrstu stig röndóttra í öðrum leikhluta eftir þriggja mínútna leik.
– 20-16 og 8-0 byrjun Vals kallar á leikhlé hjá Finni Frey þjálfara KR sem les nú yfir sínum leikmönnum.
– 18-16 og Valskonur opna annan leikhluta með 6-0 áhlaupi stjórnað af Jaleesu Butler.
– 16-16 og Valskonur búnar að jafna hér á fyrstu augnablikum annars leikhluta og ekki laust við að smá fjör sé að færast í leikinn eftir fremur tíðindalítinn fyrsta leikhluta.
– 14-16 Jaleesa Butler opnar annan leikhluta með tveimur vítum fyrir Val.
– Annar leikhluti er hafinn
_______________________________________________________________________________________________________________
1. leikhluti
– Fyrsta leikhluta er lokið og staðan er 12-16 fyrir KR. McCallum komin með 10 af 16 stigum KR en Butler með 6 stig í liði Vals. Lítið sem ekkert viljað niður hjá Val sem eru 4 af 15 í teignum þessar fyrstu 10 mínútur leiksins. Gengur öllu betur hjá KR í teignum sem eru 6 af 10.
– 12-16 Rannveig Ólafsdóttir með tvö víti fyrir KR og 32 sek. eftir af fyrsta leikhluta.
– 12-14 fyrir KR, Kristrún Sigurjónsdóttir minnkaði muninn með einu vítaskoti og hér var verið að dæma sóknarvillu á McCallum í liði KR sem var hennar önnur villa.
– 11-12 fyrir KR, Butler var að minnka muninn fyrir Val með stökkskoti og 2.09mín eftir af fyrsta leikhluta.
– Heimakonur í Val nokkuð mistækar hér á upphafsmínútunum, hleypa KR inn í óvandaðar sendingar og eru að fara illa með góð færi við körfuna.
– 4-6 og McCallum með stolinn bolta fyrir KR og búin að gera öll sex stig gestanna til þessa.
– 2-4…Kristrún Sigurjónsdóttir gerir fyrstu stig heimakvenna í leiknum.
– Shannon McCallum gerir fyrstu stig leiksins fyrir KR með stökkskoti í Valsteignum.
– Leikur hafinn
Byrjunarlið Vals: Þórunn Bjarnadóttir, Kristrún Sigurjónsdóttir, Hallveig Jónsdóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Jaleesa Butler.
Byrjunarlið KR: Anna María Ævarsdóttir, Björg Guðrún Einarsdóttir, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Schannon McCallum



