spot_img
HomeFréttirValur komnir í kjörstöðu eftir sigur á Hetti

Valur komnir í kjörstöðu eftir sigur á Hetti

Í kvöld áttust við Valsmenn og Höttur í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitunum. Staðan í einvíginu er 1-1 og er því um lykilleik að ræða með framhaldið. Hattarmenn hafa sýnt það og sannað að þeir eru ekki hér bara til að vera með, áttu prýðisleik í fyrsta leik og unnu sannfærandi í öðrum leik. En leikurinn í kvöld var eiginlega alveg eins og fyrsti leikurinn, leikurinn í járnum alveg fram að 4. leikhluta, þá kom reynslan og gæði Valsmanna í ljós og þeir sigldu þessu heim 94-74.

Varnarleikurinn var áberandi hjá báðum liðum í upphafi leiks, Hetti gekk þó ívið betur að skora og voru með undirtökin til að byrja með. En þegar leikhlutinn var næstum hálfnaður tókst Valsmönnum að komast yfir og tóku 10-0 áhlaup þegar Viðari var nóg boðið og tók leikhlé. Það dugði og Höttur náði að saxa á forskotið niður í 3 stig, 20-17 eftir fyrsta leikhluta.

Annar leikhluti var síðan hnífjafn til að byrja með, liðin skiptust á að hafa forystu. Ljótt atvik gerðist þegar Booker og Guardia detta eftir baráttu undir körfunni og Guardia sparkar í fætur Booker. Guardia er réttilega sendur úr húsi. Uppúr því  varð smá hiti og stuðningsmenn beggja liða vöknuðu. Þessi hasar virtist slá aðeins á Hött og Valsmenn sigu framúr. En sem fyrr þá gefast Austfirðingarnir ekkert upp og komust yfir þegar tvær mínútur voru til hálfleiks. Valsmenn höfðu samt betur á loka mínútunum og fóru með eins stigs forskot í hálfleik, 43-42.

Það var síðan boðið upp á sömu baráttuna í seinni hálfleik, Valsmenn örlítið sterkari í byrjun án þess þó stinga Hött eitthvað af. Höttur urðu fyrir smá áfalli þegar leikhlutinn var hálfnaður þegar þeirra besti maður Buskey fékk sína 4. villu sem var af ódýrari gerðinni. Það virtist samt ekki trufla Hött mikið, gáfu ekkert eftir og voru aldrei langt á eftir Valsmönnum sem leiddu eftir 3. leikhluta 65-58.

Valur virtist ætla að herða skrúfuna í fjórða leikhluta og byrjuðu mun betur og náðu upp þægilegu forskoti og munaði það miklu að þriggja stiga skotin foru ítrekað niður hjá þeim, bæði Booker og Monteiro. Hetti gekk ílla ok setja boltann í körfuna og þegar um 7 mínútur voru eftir tók Viðar leikhlé, Valur með 15 stiga forskot. Knezevic fær síðan fimmtu villu fyrir olngogaskot á Hjálmar og þá var leikurinn í raun búinn. Valsmenn unnu í lokin öruggan 20 stiga sigur 94-74.

Hjá Val átti Kristófer Acox geggjan leik og var með 21 stig og 16 fráköst. Kristinn Pálsson var samt stighæstur með 23 stig. Hjá Hetti var Buskey yfirburðamaður með 25 stig og Trotter kom næstur með 17 stig, Gísli átti síðan fína innkomu hjá Hetti.

Næsti leikur þessara liða er mánudaginn 22. apríl klukkan 19.00 á Egilsstöðum, það verður hiti og læti og fullt hús.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

Fréttir
- Auglýsing -