spot_img
HomeFréttirValur Ingimundarson: 50/50 líkur á að liðið með fallega nafnið komist upp

Valur Ingimundarson: 50/50 líkur á að liðið með fallega nafnið komist upp

10:30

{mosimage}

Nú höldum við áfram að skoða hvað hákarlarnir hafa að segja um úrslitakeppnina í 1. deild. Við minnum á að þeir svöruðu spurningunum fyrir síðustu umfreðina í deildinni sem fór fram á föstudag. Nú er það Valur Ingimundarson sem flestir ættu að kannast við, forvitnilegt að heyra í manninnum sem hefur verið í fríi frá körfubolta í vetur, í fyrsta skipti síðan hann kynntist körfubolta.

Hvernig lýst þér á úrslitakeppnina í 1. deild karla?
Ég held að úrslitakeppnin verði meira spennandi en áður,og betri.

Hvaða lið fer upp?
Það er ómögulegt að segja hvaða lið fer upp,Ármann Þróttur með Byrd,Steinar Kaldal,Friðrik Hreins og fleiri reynda og góða leikmenn innanborðs eru ekki árennilegir fyrir hin liðin.FSu eru með skemmtilegt lið og Brynjar Karl kann alveg að gíra þá upp, þeir verða hættulegir. Liðið með fallega nafnið, alltsvo Valur verða ekki auðveldir enda með marga góða einstaklinga innan sinna raða,spurning hvað Robert Hodgson tekst að gera með þennan hóp.
Haukar með Henning Hennings við stjórn hafa gert fína hluti í vetur,en það er spurning hvort þeim takist að fara upp án útlendinga.Menn þurfa þó ekki að kvarta yfir spilatíma á þessum bæ,og hafa staðið sig vel.
Ómögulegt að segja hvaða lið fer upp.

Hvaða leikmönnum kemur til með að mæða mest á?
Í úrslitakeppni mæðir mikið öllum leikmönnum.

Er tími FSu kominn?
Ég held að tími FSu sé ekki kominn alveg ennþá,en hann kemur með sama áframhaldi.

Verða Valsarar að bíða í 1. deild í eitt ár enn?
Held að líkurnar 50-50.

Mun Pétur Ingvarsson leika sama leik og hann gerði með Hamar á sínum tíma?  
Ármann Þróttur voru heppnir að ná í Pétur,enda góður þjálfari með reynslu. Eftir að hafa hætt hjá Hamar og tekið sér smá pásu kemur Pétur örugglega inn af miklum krafti og ætlar sér stóra hluti með Byrd sér við hlið.

Komast Haukar upp á erlends leikmanns?
Haukarnir kusu að spila án útlendinga,og hafa yngri menn,og eldri eflaust fengið mikið út úr þessum vetri.Liðið hefur vaxið mikið eftir því sem hefur á liðið,en ég held að þeir nái ekki upp í efstu deild í þetta skiptið.

[email protected]

Mynd: www.vf.is

 

Fréttir
- Auglýsing -