spot_img
HomeFréttirValur Ingimundar af stað í norska boltanum

Valur Ingimundar af stað í norska boltanum

Norski úrvalsdeildin fór af stað um síðustu helgi þegar öll liðin léku 3 leiki á einni helgi í Rykkerhallen í Bærum. Ammerud Basket sem leikur undir stjórn Vals Ingimundarsonar sigraði einn leik og tapaði tveimur.
 
Á föstudeginum mættu þeir Langhus og unnu 76-65 þar sem liðið leiddi allan tímann og Thor Afam Hagen var stigahæstur með 19 stig og 10 fráköst.

Á laugardeginum léku þeir gegn Asker Aliens og steinlágu 62-100 í leik sem var hálgerð einstefna. Thor Afam var aftur stigahæstur, nú með 21 stig.

Á sunnudeginum voru andstæðingarnir svo Centrum Tigers og fór svo að Tigers unnu 79-62 en þeir leiddu allan leikinn. Nú var Orji Okoroafor stigahæstur með 28 stig.

[email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -