spot_img
HomeFréttirValur í bílstjórasætið - Hamar jafnaði leika

Valur í bílstjórasætið – Hamar jafnaði leika

 

Tveir leikir fóru fram í undanúrslitum úrslitakeppni 1. deildar karla í kvöld. Valur sigraði Breiðablik og er því komið 2-0 yfir í einvígi sínu. Þá jafnaði Hamar leika, 1-1, í einvígi sínu gegn Fjölni með sigri eftir framlengdan leik.

 

Í 1. deild kvenna sigraði lið Fjölnis KR. Sigurinn sá fyrsti fyrir Fjölnir í vetur, en seinna hefði hann ekki getað komið, því þetta var einnig síðasti leikur deildarkeppninnar. KR endaði í 3. sæti deildarinnar en Fjölnir í því 4. Framundan er svo úrslitaeinvígi liðanna í 1. og 2. sæti Þórs Akureyri og Breiðabliks, en sigurvegarinn mun næla sér í sæti í Dominos deildinni á komandi tímabili.

 

Úrslit kvöldsins

Úrslitakeppni 1. deild karla:
Breiðablik 85 – 90 Valur
Hamar 114 – 110 Fjölnir 

1.deild kvenna:
Fjölnir 76 – 66 KR 

Fréttir
- Auglýsing -