spot_img
HomeFréttirValur - Haukar (Umfjöllun)

Valur – Haukar (Umfjöllun)

12:00

{mosimage}
(Signý Hermannsdóttir fór fyrir liði Valsmanna og var öflug í gær)

Valur fékk lið Hauka í heimsókn í Vodafone höllina í gær í annrri umferð IE- deildar kvenna og fyrir leikinn höfðu bæði lið einn sigur á bakinu. Leikur Vals og Hauka reyndist verða ágætis skemmtun en það voru liðsmenn Vals sem fóru með sigur af hólmi með minnst mögulega mun 65-64. Haukar byrjuðu betur og voru mun sterkari í fyrsta leikhluta. Telma Björk Fjalarsdóttir fór fyrir liði Hauka í fyrsta leikhluta og leiddu Haukar 9-15 eftir leikhlutann.

Það var um miðjan annan leikhluta sem að Valsmenn komust yfir í fyrsta skipti og var það Tinna Sigmundsdóttir sem að var valdur þess. Valur náði nokkura stiga forskoti og voru yfir í hálfleik, 31-28, og unnu annan leikhluta 22-13.

Valsstúlkur byrjuðu seinni hálfleik eins og þær endu þann fyrri og virtist þetta stefna í einstefnu að þeirra hálfu. Haukaliðið var ekki á þeim buxunum að láta valta yfir sig og streyttist að móti af miklum krafti. Slavica Dimovska hrökk í gang og Kristrún Sigujónsdóttir var drjúg. Haukar unnu leikhlutann með þremur stigum og var því jafnt þegar að þriðja leikhluta lauk 47-47.

{mosimage}

Fjórði og síðasti leikhlutinn var ótrúlega spennandi og jafn. Signý Hermannsdóttir fór fyrir sínu liði og spilaði virkilega vel á lokamínútunum. Liðin skiptust á körfum unfir lok leiksins en þegar að rétt tæplega 5 mín voru eftir leiddu Valsstúlkur með 9 stigum og útlitið ekki gott. Slavica Dimovska fór mikinn á lokamínútunum og skoraði til að mynda þrjár þriggjastigakörfur í röð. Haukarstúlkur voru komnar inn í leikinn og náðu meðal annars að komast yfir.
Síðustu eina og hálfa mínútuna skiptust liðin á að skora og voru Haukar yfir þegar 40 sek. tæplega voru eftir til loka leiks. Valur fór í sókn, skoruðu og tóku forystuna þegar 11 sek. voru eftir. Haukar fengu síðasta sénsinn til þess að vinna leikinn en allt kom fyrir ekki og lokaskot Slavicu var varið.

{mosimage}

Signý Hermannsdóttir var besti leikmaður Vals með 16 stig, 13, fráköst og 7 stoðsendingar en næstar henni voru Þórunn Bjarnadóttir og Tinna Sigmundsdóttir sem báður skoruðu 10 stig og tóku báðar 5 fráköst.

Hjá Haukum voru það Slavica Dimovska og Kristrún Sigurjónsdóttir sem að drógu vagninn fyrir Hauka. Slavica var með 22 stig og Kristrún 19 stig og 10 fráköst.

Eftir leikinn leiða Valsstúlkur deildina ásamt Hamri en Haukar sitja í 3-5 sæti.

[email protected]

Myndir: [email protected]

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -