spot_img
HomeFréttirValur gerði sitt gegn Breiðablik - Bíða niðurstöðu úr Keflavík

Valur gerði sitt gegn Breiðablik – Bíða niðurstöðu úr Keflavík

Valur lagði Breiðablik í kvöld í N1 höllinni í 21. umferð Subway deildar karla.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn ekki jafn undir lokin. Mikið jafnræði var þó á með liðunum í fyrri hálfleik, en þökk sé sterkum 38-17 þriðja leikhluta nær Valur góðri forystu sem þeir svo byggja sigur sinn á, 107-94.

Atkvæðamestur heimamanna í leiknum var Kristinn Pálsson með 22 stig og 11 fráköst. Fyrir Breiðablik var það Keith Jordan sem dró vagninn með 36 stigum og 6 fráköstum.

Breiðablik var fallið úr deildinni fyrir leik kvöldsins, en Valur í harðri baráttu við Njarðvík um deildarmeistaratitilinn. Eftir leikinn er Valur í efsta sætinu með 34 stig, 4 stigum fyrir ofan Njarðvík sem áttu leik seinna í kvöld gegn Keflavík. Fari svo að Njarðvík vinni þann leik er úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn á milli Njarðvíkur og Vals, en tapi Njarðvík fyrir Keflavík er Valur deildarmeistari annað árið í röð.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -