spot_img
HomeFréttirValur deildarmeistari í Subway deild karla - Núverandi handhafar allra titla

Valur deildarmeistari í Subway deild karla – Núverandi handhafar allra titla

Valur lagði Njarðvík í kvöld í Ljónagryfjunni í 21. umferð Subway deildar karla, 76-101.

Eftir leikinn er Valur í efsta sæti deildarinnar með 34 stig, tveimur stigum fyrir ofan Njarðvík, en vegna innbyrðisstöðu gegn þeim mun Njarðvík ekki getað náð þeim. Valur er því deildarmeistari Subway deildarinnar tímabilið 2022-23 og núverandi handhafi allra titla mögulegra, þar sem fyrr á tímabilinu tryggðu þeir sér bikarmeistaratitilinn og síðasta vor urðu þeir Íslandsmeistarar.

Atkvæðamestur fyrir Njarðvík í leiknum var Mario Matasovic með 15 stig og 6 fráköst.

Fyrir Val var það Kristófer Acox sem dró vagninn með 25 stigum og 15 fráköstum.

Lokaumferð deildarinnar fer öll fram komandi fimmtudag 30. mars, en í henni tekur Valur á móti Tindastól og Njarðvík heimsækir granna sína í Keflavík.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -