spot_img
HomeFréttirValur burstaði Barcelona með 38 stiga mun

Valur burstaði Barcelona með 38 stiga mun

Valur mætti liði Barcelona í síðasta leik sínum á æfingarmóti á Spáni í gær og enduðu þar með 96-58 stórsigri.

Valur vann fyrsta leikhlutann með 8 stigum og og leiddi með 19 stigum í hálfleik, 47-28.

Stigahæst hjá Val var Helena Sverrisdóttir með 22 stig en Sylvía Rún Hálfdanardóttir kom næst með 21 stig. Erlendu leikmenn liðsins, Kiana Johnson og Regina Palusna, enduðu báðar með 16 stig og fyrirliðinn Guðbjörg Sverrisdóttir kom næst með 9 stig.

Valskonur höfðu áður borið sigur á spænska liðinu Joventut L‘hospitalet en tapað fyrir rússneska stórliðinu UMMC Ekaterinburg í fyrsta leik sínum á mótinu.

https://www.facebook.com/Valurkarfa/posts/2397634893661100
Fréttir
- Auglýsing -