spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaValur batt enda á sigurgöngu Keflavíkur

Valur batt enda á sigurgöngu Keflavíkur

Valur lagði Keflavík í kvöld í 11. umferð Subway deildar kvenna, 75-84. Tapið var það fyrsta sem Keflavík má þola á tímabilinu, en þær eru eftir leikinn sem áður í efsta sæti deildarinnar með 20 stig á meðan að Valur er í 3. sæti deildarinnar með 16 stig.

Stigahæst fyrir Keflavík í leiknum var Daniela Wallen með 27 stig og Anna Ingunn Svansdóttir bætti við 11 stigum.

Fyrir Val var Dagbjört Dögg Karlsdóttir stigahæst með 18 stig og henni næst Kiana Johnson með 16 stig.

Bæði lið eiga leik næst komandi miðvikudag 7. desember. Valur tekur á móti Grindavík í Origo Höllinni á meðan að Keflavík heimsækir nýliða ÍR í Skógarsel.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -