spot_img
HomeFréttirValur bætir Íslandsmeistara í hópinn "Einvígin við Val einstök"

Valur bætir Íslandsmeistara í hópinn “Einvígin við Val einstök”

Valur hefur samið við hinn írska Taiwo Badmus fyrir yfirstandandi átök í Subway deild karla.

Taiwo er íslenskum körfuboltaáhugamönnum vel kunnur þar sem hann lék með Tindastól síðast liðin tvö tímabil. Í vetur hefur hann leikið með Roma á Ítalíu þar til hann semur nú við Val.

“Ég er mjög spenntur fyrir því að koma aftur til Íslands. Ég á góðar minningar héðan enda voru síðustu tvö tímabil mögnuð og einvígin við Val einstök. Það verður gaman að vera hluti af þessari liðsheild í Val og ætlum við halda áfram að keppa um alla titla” sagði Taiwo í samtali.

Fréttir
- Auglýsing -