spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaValur B-etri á Skaganum

Valur B-etri á Skaganum

ÍA mætti Val B á Akranesi í kvöld. Leikurinn var mjög jafn nánast allan tímann en Valsmenn sigu frammúr á loka mínútum 4. leikhluta og lönduðu að lokum 11 stiga sigri, 78-89.
Liðin fóru hægt af stað í stigaskorun en fóru hratt karfa á milli, en leikurinn var frekar hraður allan tímann. ÍA pressaði Valsmenn sem skilaði sér stundum í að Valur tapaði boltanum en oftar en ekki komust Valsmenn 3 á 1 Skagamann.  En eins og áður sagði þá skoruðu liðin lítið í fyrri hálfleik en staðan af honum loknum var 34-37.
Sóknarleikur liðanna tók miklum breytingum strax í 3. leikhluta en ÍA skoraði 28 stig á móti 23 frá Val. Liðin skiptust á að leiða og munurinn var nánast alltaf í kringum plús mínus 2 eða 4 stig. Það var ekki fyrr en alveg undir lok leiksins sem Valur náði að klára leikinn og enduðu á að vinna 4. leikhlutann 16-29 og ellefu stiga sigur gestanna staðreynd.
Hjá Val var Sigurður Stefánsson fremstur meðal jafningja með 23 stig, 13 fráköst auk 5 stoðsendinga. Bergur Ástráðsson var drjúgur á lokakaflanum og slotaði mörg af sínum 20 stigum undir lokin og ekki er hægt að sleppa því að minnast á tvöfalda tvennu Einars Ólafssonar sem var með 12 stig og 14 fráköst.
Hjá heimamönnum var Chamber Franklin stigahæstur með 26 stig auk þess að taka 11 fráköst.Ómar Helgason átti einnig mjög góðan leik í dag og setti 17 stig, tók 10 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Umfjöllun / HGH
Mynd / Jónas H. Ottósson
Fréttir
- Auglýsing -