spot_img
HomeFréttirValsvörnin hélt KR í 48 stigum!

Valsvörnin hélt KR í 48 stigum!

Valur og KR áttust við í Domino´s deild kvenna í dag. Valsvörnin setti í lás og hélt KR í 48 stigum, lokatölur 71-48 Val í vil. Hannes Birgir Hjálmarsson og Torfi Magnússon fylgdust báðir með gangi mála að Hlíðarenda í dag. 
 
Lítið er skorað í fyrsta leikhluta en Valur leiðir 16-11 eftir fyrsta. Liðin skiptast svo á körfum fram í miðbik annars leikhluta þá nær Valsliðið smá áhlaupi og leiðir 30-22 þegar 4.30 eru til hálfleiks. KR tekur þá smá áhlaup eftir mistök Vals og minnka muninn í 30-29 þegar 2.45 eru til hálfleiks og KR ingar ná forystu 30-32 þegar mínúta lifir af fyrri hálfleik og leiða 30-33 í hálfleik. KR skoraði síðustu 11 stigin í öðrum leikhluta, en Valsliðið skorar ekki stig síðustu fjórar og hálfa mínútu fyrri hálfleiks.
 
Valsliðið mætir ákveðið til seinni hálfleiks og skorar fyrstu tíú stig þriðja fjórðungs og nær 7 stiga forystu 40-33 eftir 3 mínútur en KR gengur ekkert að finna lausn á vörn Vals og hitta ekki þegar færi gefast. Valsliðið gengur á lagið og eftir að Ragna Margrét skorar og fær víti að auki, tekur Yngvi þjálfari KR leikhlé. Staðan 44-33 og 5 mínútur liðnar af þriðja, ekkert gengur hjá KR Helga Einars klikkar á tveimur vítum þegar 3.30 eru eftir og Valsliðið hefur skorað 16-0 í leikhlutanum þegar Ebony Henry skorar fyrstu stig KR í leikhlutanum á áttundu mínútu! Kristbjörg Pálsdóttir setur þrist í síðustu sókn KR og Kristrún Sigurjónsdóttir skorar flautukörfu fyrir Val Valur vinnur þriðja leikhluta. 20-5 en KR skoraði ekki stig í átta mínútur í leikhlutanum!
 
Valur heldur áfram að skora og setur fyrstu 10 stigin og eykur forskotið í 22 stig 60-38 eftir 2 mínútur ekkert gengur upp hjá KR en Valssliðið leikur á alls oddi bæði í vörn og sókn. Rannveig Ólafsdóttir skorar loks körfu fyrir KR þegar rúmar sex mínútur eru eftir og staðan orðin 62-40. KR byrjar að pressa allan völlinn og ná að trufla sóknarleik Vals örlítið en ekki nóg og með skynsemi nær Valsliðið að innbyrða öruggan sigur í þessum mikilvæga leik fyrir bæði liðin sem berjast um sæti í úrslitakeppninni. Það var eins og bara annað liðið hafi mætt til seinni hálfleiks og Valsliðið vinnur seinni hálfleik 41-15 og leikinn 71-48.
 
 
Vodafone höllin að Hlíðarenda / Hannes Birgir Hjálmarsson
  
Fréttir
- Auglýsing -