spot_img
HomeFréttirValsstúlkur lifa í voninni, en Haukar gerðu hana litla

Valsstúlkur lifa í voninni, en Haukar gerðu hana litla

18:22

{mosimage}

Tveir leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í dag, í Vodafonehöllinni mistókst Grindavík að tylla sér upp að hlið Keflavíkur á toppnum þegar Valsstúlkur unnu þær 69-57. Þar með lifir enn vonin hjá Val um að komast í úrslitakeppnina.

Í Grafarvogi sigruðu Íslandsmeistararnir heimastúlkur örugglega 91-59. Kiera Hardy var stigahæst Haukastúlkna með 22 stig en Slavica Dimovska skoraði 28 fyrir heimastúlkur.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -