Valsstúlkur unnu sigur gegn Njarðvík í Vodafone höllinni í kvöld 71:64 í ansi bragðdaufum leik þar sem að úrslitin réðust á síðustu mínútum leiksins. Aðeins 1 stig skildi liðin í hálfleik 30:29 og það var svo sem vísir á ansi spennandi viðureign þá og þegar.
Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik liðunum gekk illa að hitta og skotnýtingin aðeins 23.7% hjá Val en 28.6 hjá Njarðvík í tveggja stiga skotum! Staðan í hálfleik 30-29 fyrir Val. Ragna Margét hjá Val er komin með tvöfalda tvennu í fyrri hálfleiknum, 13 stig og 11 fráköst! Guðbjörg Sverrisdóttir með 6 stig og 7 fráköst. Hjá Njarðvík bar mest á Gartrell með 12 stig og 6 fráköst og Ína María með 8 stig og Guðlaug Björt með 6 stig.
Valsliðið byrjar seinni hálfleikinn betur en Njarðvík nær forystu í fyrsta skipti síðan í upphafi leiksins 35-37 þegar rúmlega 4 mínútur eru liðnar af seinni hálfleik og liðin skiptast á að vera með forystu það sem eftir lifir þriðja leikhluta sem endar 43-45 fyrir Njarðvík.
Baráttan heldur áfram í fjórða leikhluta og liðin skiptast á að skora, staðan 52-52 þegar 7.40 eru eftir. Gartrell fer hamförum í vörn og sokn og kemur Njarðvík í 52-56 þegar 6 mínútur eru eftir. Njarðvík nær fimm stiga forskoti 54-59 um miðjan fjórða leikhluta og spila börnina af mikilli baráttu en það leiðir til þess að Valur fær skotrétt þegar 4.30 eru eftir.
Tvö klaufaleg mistök Njarðvíkinga gera það að verkum að Valur nær boltanum í tvígang eftir pressu og ná forystu 60-59 þegar 3.30 eru eftir. Vörn Vals heldur næstu mínútur og þegar 2 mínútur eru eftir er forysta Vals 6 stig 65-59 og Njarðvík tekur leikhlé. Njarðvík skorar næstu fimm stig og minnkar muninn í eitt stig 65-64. Valur skorar næstu sex stig þar af fjögur á vítalínunni og innbyrðir sigur í frekar daufum leik 71-64. Valsliðið nær sigrinum með góðum lokafjórðungi sem þær unnu 28-19.
Atkvæðamestar hja Val voru Ragna Margrét með 19 stig og 16 fráköst, Anna Martin með 22 stig (20 stig í seinni hálfleik þ. a. 13 í fjórða), 6 stoðsendingar og 4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 8 stig og 10 fráköst. Hjá Njarðvík var Nikitta Gartrell með 23 stig og 14 fráköst, Ína María Einarsdótir 16 stig og Guðlaug Björt Júlíúsdóttir 12 stig og Salbjörg Sævarsdóttir 10 fráköst.
Valur-Njarðvík 71-64 (18-16, 12-13, 13-16, 28-19)
Tölfræði leiksins
Valur: Anna Alys Martin 22/4 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 19/16 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/10 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 8, María Björnsdóttir 5, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 4/4 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 3, Rut Herner Konráðsdóttir 2/6 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 0/4 fráköst, Bergdís Sigurðardóttir 0, Margrét Ósk Einarsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0.
Njarðvík: Nikitta Gartrell 23/14 fráköst, Ína María Einarsdóttir 16, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 12, Erna Hákonardóttir 5, Andrea Björt Ólafsdóttir 3/8 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 3/10 fráköst/3 varin skot, Ásdís Vala Freysdóttir 2, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 0, Emelía Ósk Grétarsdóttir 0, Sara Dögg Margeirsdóttir 0, Aníta Carter Kristmundsdóttir 0, Heiða B. Valdimarsdóttir 0.
Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Hákon Hjartarson
Texti: HBH
Mynd: Torfi Magg