Valur sótti tvö stig í DHL Höllina í kvöld þegar KR tók á móti Hlíðarendakonum í Domino´s deild kvenna. Lokatölur voru 55-66 Val í vil þar sem Jaleesa Butler splæsti í góða tvennu með 19 stig og 17 fráköst.
Leikurinn byrjaði undarlega, KR skorar úr fyrstu sókn sinni en Valskonum reyndist erfitt að finna körfuna og KR hitti litlu betur fyrstu mínuturnar en leiddu þó 4-0 eftir þrjár mínútur! Staðan eftir fimm mínútur 4-5 en Fyrstu Valsstigin litu dagsins ljós á fjórðu mínútu! Bæði lið gera mikið af mistökum í fyrsta fjórðungi en skotnýting Vals var einungis 17.6% í tveggja stiga skotum. Þriggjastiga nýting Þorunnar hjá Val kom þeim ínní leikinn en hún setti tvo þrista í lok fjórðungsins sem endaði 12-14. Liðin skiptust á að skora í öðrum fjórðungi og var nýting Valskvenna mun betri í tveggjastiga skotum eða 50%. Staðan eftir miðjan annan leikhluta var 24-23 fyrir KR en Valskonur voru ívið sterkari seinni fimm mínúturnar og leiddu 31-33 í hálfleik.
KR byrjar seinni hálfleikinn betur og nær 5 stiga forskoti eftir þrjár mínútur 41-36. Mínútu síðar brýtur Bergþóra Tómasdóttir af sér og mótmælir dóminum kröftuglega og Valskonur nyta vítin og minnka muninn í 1 stig 43-42 þegar leikhlutinn er hálfnaður. Valur nær góðum kafla seinni hluta þriðja fjórðungsins og ná 5 stiga forskoti 44-49 fyrir lokaleikhlutann.
Valsstelpurnar virðast búnar að finna lausn á svæðisvórn KR liðsins og skora fyrstu tvær körfur fjórðungsins og skyndilega er forysta Valsliðsins orðin 44-53 og mínúta liðin a lokafjórðungnum. Yngvi þjálfari KR tekur þá leikhlé til að reyna að stemma sigum við leik Vals. Sigrún Sjöfn setur þrist í kjölfar leikhlésins en Valur keyrir upp hraðann og nær 14 stiga forskoti 47-61 þegar þrjár og half mínúta er liðin af lokafjórðungnum. Valur hefur skorað 12 stig gegn 3 stigum KR á þessu tímabili. Valsliðið lagði grunninn að sigrinum á þessum kafla og þótt KR næði aðeins að laga stöðuna vinnur Valur öruggan sigur 55-66 í DHL-höllinni.
Hvorugt liðið var að spila sérstaklega vel og töluverður fjöldi skota geiguðu, serstaklega í fyrri halfleik. Bæði liðin voru að tapa talsvert að boltum í hendur andstæðinga og útaf en Valsliðið reyndi að keyra upp hraðann í seinni hálfleik og uppskar auðveldar körfur og vítaskot. Valskonur voru leiddar áfram af Jaleesu Butler með 19 stig og 17 fráköst en Sigrún Sjöfn með 14 stig og 12 fráköst og Bergþóra skoraði 19 stig. Framlag Ebony Henry nýja kanans í liði KR var lítið og virðist hún ekki vera í leikformi og erfitt að átta sig á hvernig hún á að styrkja liðið. Þó er ekki rétt að afskrifa hana strax eftir einn leik en hún verður að bæta sitt framlag ætli hún að hafa vetursetu hér á landi.
Hannes Birgir Hjálmarsson /DHL-höllin 6. nóvember 2013



