spot_img
HomeFréttirValssigur á Laugarvatni

Valssigur á Laugarvatni

18:00
{mosimage}

(Viðar Hafsteinsson leikmaður Laugdæla)

Fyrsti leikur 2.umferðar í 1.deild karla fór fram á Laugarvatni í gærkvöldi er Valsmenn komu í heimsókn. Leikurinn var mjög hraður í upphafi og skiptust liðin á að hafa forustuna. Laugdælir skoruðu 6 síðustu stig 1.leikhluta og leiddu 22-19.

Laugdælir byrjuðu síðan 2.leikhluta vel og komust í 32-21 en þá tóku Valsmenn yfirhöndina og jafnt og þétt minnkuðu þeir muninn og komust síðan yfir 42-41 með síðustu körfu hálfleiksins.

Hafi fyrri hálfleikurinn verið hraður þá var síðari hálfleikurinn ennþá hraðari. Liðin skiptust á að

hafa forustuna í upphafi seinni hálfleiks en þegar 4 mín voru eftir af 3.leikhluta tóku Valsmenn rispu sem skilaði þeim 9 stiga foryrstu (68-59) fyrir síðasta leikhlutann. Í lokaleikhlutanum reyndu heimamenn að minnka muninn en þeirra eigin klaufaskapur í sókninni og góð vítanýting Valsmanna gerði það að verkum að munurinn hélst í kringum 10 stig allan leikhlutann.


Heimamenn skoruðu síðustu 6 stigin og því varð 5 stiga sigur Valsmanna niðurstaðan. Mótspyrna heimamanna virtist koma Valsmönnum nokkuð á óvart en vel mannað lið þeirra náði í lokinn að klára leikinn.

Leikmenn Laugdæla börðust vel allan leikinn en Viðar Örn (29 stig), Bjarni Bjarnason (23 stig)

og Pétur Már (20 stig) voru mest áberandi í stigaskorinu. Valsmenn spiluðu á sjö leikmönnum og skoruðu þeir allir 10 stig eða meira. Dómarar leiksins voru þeir Eggert Aðalsteinsson og Davíð Hreiðarsson og komust þeir vel frá sinni vinnu.

Staðan í deildinni:

http://www.kki.is/mot/mot_1500002944.htm

 

Kári Jónsson

Myndir: Kristrún Sigurfinnsdóttir

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -