spot_img
HomeFréttirValsmótið um næstu helgi

Valsmótið um næstu helgi

21:00

{mosimage}

Frá Valsmótinu í fyrra

Hraðmót Vals og Reebok fer fram um næstu helgi í íþróttahúsinu að Hlíðarenda en þetta mót hefur fest sig í sessi á undirbúningstímabilinu hjá mörgum liðum bæði í úrvals- og 1. deild.  Þetta árið eru 8 lið skráð til leiks og munu því keppa í tveimur 4 liða riðlum.

Liðin sem leika á mótinu eru Valur, KR, ÍR,  Stjarnan, Þór Akureyri, KFÍ, Ármann og Haukar.  Þetta eru því 4 lið úr úrvalsdeild og 4 lið úr 1. deild sem taka þátt og skipuðust þau í eftirfarandi riðla.

A-riðill:
Valur
ÍR
Stjarnan
KFÍ

B-riðill:
KR
Þór Akureyri
Haukar
Ármann

Fyrstu leikirnir hefjast strax að morgni laugardagsins 6. september og hvetjum við sem flesta að líta við og sjá hvernig liðin koma undan sumri.

Gísli Ólafsson

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -