spot_img
HomeFréttirValsmenn vinna sjöunda leikinn í röð(Umfjöllun)

Valsmenn vinna sjöunda leikinn í röð(Umfjöllun)

00:03

{mosimage}

Valsmenn mættu botnliði Þróttar Vogum í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda í kvöld. Fyrir leikinn höfðu Valsmenn unnið 6 leiki í röð en Þróttur aðeins unnið tvo leiki það sem af er tímabilinu. Fyrirfram mátti því búast við öruggum sigri heimamanna. Þróttarar mættu þó mun sterkari til leiks og leiddu allan fyrri hálfleik. Þeir spiluðu fanta sóknarleik og átti Ásgeir Guðbjartsson stórleik fyrir Þróttara með 27 stig. Valsmenn komu þó til baka í þriðja leikhluta og náðu forskotinu sem þeir létu ekki af hendi það sem lifði leiks. Þróttarar voru þó aldrei langt undan og eiga hrós skilið fyrir leik sinn í kvöld en ef ekki hefði verið fyrir villuvandræði þeirra hefðu þeir vel getað leikið til sigur í kvöld. Stigahæsti hjá heimamönnum í Val voru Craig Walls með 25 stig, Rob Hodgson með 14 stig og Ragnar Gylfason með 13 stig. Hjá gestunum var það fyrrgreindur Ágeir Guðbjartsson yfirburða maður í sókninni með 27 stig, Arnar Snorrason var með 10 stig og Grétar Garðarsson með 8 stig.

Hvorugt lið virtist mæta tilbúið til leiks í kvöld en eftir tvær mínútur hafði aðeins eitt stig verið skorað og það kom af vítalínunni. Þegar þrjár mínútur voru hins vegar liðnar af leiknum virtust leikmenn Þróttar V. vera mættir en þeir höfðu þá náð 3-8 forksoti og Valsmenn tóku leikhlé. Það kom Þrótti V. hins vegar mjög vel hversu illa Valsmenn nýttu skotin sín því eftir rúmlega 4 mínútur af leik var munurinn orðinn 6 stig, 5-11 og Valsmenn klikkað úr 5 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Þegar leið á leikhlutann komu Valsmenn sér smám saman inní leikinn með fínum varnarleik en sóknarleikurinn var aldrei til staðar. Þróttur V. nýttu hinsvegar skotin sín mjög vel og létu valsmenn hafa mikið fyrir því í sóknarleiknum. Leikhlutanum lauk svo með 4 stiga forskoti gestana, 18-22.

Valsmenn virtust ætla að mæta til leiks af fullum krafti í byrjun annars leikhluta er þeir skoruðu fyrstu þrjú stigin en eftir það virtist sem slökkt væri á sóknarleik þeirra og gestirnir gengur á lagið. Eftir þrjár mínútur af öðrum leikhluta höfðu Þróttarar aukuð muninn upp í 10 stig, 23-33, en sóknarleikur þeirra virtist vera að ganga fullkomnlega upp. Það sem eftir var leikhlutans var mjög kaflaskipt en bæði lið tóku ágætis rispur en munurinn varð þó aldrei minni en 4 stig. Þegar flautað var til hálfleiks höfðu gestirnir frá Vogum enn forskotið, 38-44.

{mosimage}

Stigahæstir í hálfleik hjá heimamönnum í Val voru Craig Walls með 10 stig, Rob Hodgson með 7 stig og Ragnar Gylfason með 6 stig. 
Hjá Þróttir Vogum voru það Ásgeir Guðbjartsson með 15 stig Grétar Garðarsson

með 8 stig og Ragnar Skúlaron með 6 stig.

Valsmenn mættu hins vegar mun ákveðnari til leiks í þriðja leikhluta og komust yfir  í fyrsta skiptið síðan í byrjun fyrsta leikhluta þegar um tvær mínútur voru liðnar af leikhlutanum, 45-44. Gestirnir skoruðu síðan fyrstu stigin sín í seinni hálfleik þegar þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Þróttur var þó kominn í vanda strax um hálfan þriðja leikhluta þegar Ragnar Ragnarsson fékk sína 4 villu og tveir aðrir leikmenn þeirra komnir með 3 villur. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum voru Grétar Garðarsson , Arnar Arnarsson og Ragnar Ragnarsson, komnir með 4 villur og Valsmenn með forskotið, 57-54. Útlitið var því ekki gott hjá Þrótturum. Valsmenn leiddu með 6 stigum þegar þrijða leikhluta lauk, 64-58.

Leikurinn var þó hvergi nærri búinn því Þróttarar voru búnir að vinna sig inní leikinn þegar um þrjár mínútur voru liðnar af þrjórða leikhluta en Valsmenn leiddu þá með 1 stigi, 68-67. Craig Walls var allt í öllu í sóknarleik valsmanna sem virkaði einhæfur á köflum gegn góðri vörn gestana. Þegar Valsmenn höfðu svo náð forskotinu aftur upp í 6 stig, 73-67, og leikhlutinn hálfnaður tóku Þróttarar leikhlé til þess að skerpa leik sinna manna. Ragnar Ragnarsson í Þrótt V. fékk síðan sína 5 og seinustu villu nánast um leið og hann kom aftur inná og var leik hans því lokið það kvöldið. Lítið gekk hjá hvorugu liði að skora undir lok leiksinns en Valsmenn héldu þó haus það sem eftir lifði leiks á meðan leikmenn Þróttar tóku ill ígrunduð skot oftar en ekki langt fyrir utan þriggja stiga línuna. Valsmenn unnu  því 12 stiga sigur, 82-70, en sigur þeirra var langt frá því að vera sannfærandi.

Texti og myndir: Gísli Ólafsson

Fréttir
- Auglýsing -