ÍR er fyrir leikinn í kvöld í 7 sæti. Þeir tóku á móti Val á sínum gamla heimavelli í Skógarselinu eða TM hellinum eins og húsið heitir.
Fyrir leikinn hafði ÍR látið frá sér Zarko Jukic og er orðið á götunni að hann sé á leið í Ármann.
Einhverjar líkur voru á því að Falko myndi ekki vera með vegna meiðsla en hann er á skýrslu.
Þegar ÍR spilaði síðast við Val hérna í skógarselinu töpuðu þeir ÍR 77-83 Valur, en það var árið 2022 tímabilið þegar stórveldin ÍR og KR féllu úr deild þeirra bestu.
ÍR hefur unnið 4 og tapað 6 fyrir leikinn í kvöld eins og Njarðvík og Álftanes. Þeir töpuðu fyrir KR síðast 102-96. Með sigri gætu þeir komist í 10 stig ásamt Stjörnunni og KR.
Valsmenn eru að koma eftir sannfærandi sigur á Keflavík í síðustu umferð þar sem Keyshan Woods lék sinn fyrsta leik með Val og leit bara mjög vel út. Valsmenn hafa unnið 5 leiki röð eftir útreiðina sem þeir fengu í Grindavík hafa þeir stígandi jafnt og þétt.
Byrjunarlið
ÍR: Falko, Klonaras, Hákon, Tsotne, Tómas.
Valur: Kári, Kristófer, Woods, Lawson, Lazar.
Gangur leiks
Það er mikil stemning hjá Hooligans á sínum gamla heimavelli og komast ÍR í 5-1 og eru með þessa ákefð sem þeir eru þekktir fyrir. Valsmenn eru fljótir að jafna og skiptast liðin á að leiða þennan fyrsta leikhluta sem endar ÍR 19-19 Valur
Það eru liðnar þrjár mínútur af öðrum leikhluta þegar Woods springur og fær tæknivillu. Hann er þreyttur á ákefð heimamanna og Booker sem elskar svona er komin til að róa hann niður. Þegar ÍR mæta í þessum gír líður öllum liðum illa að spila við þá. Gott framlag af bekknum frá Björgvini sem tekur strax mikilvæg fráköst.
Valsmenn halda haus og ÍR ingar ná ekki að brjóta þá þó það séu læti.
Nema hvað það verður allt brjálað undir lok fyrri hálfleiks þá fær Lazar leikmaður Vals tæknivillu. ÍR tekur leikhlé og allt lið Vals ásamt þjálfara gera aðsúg að dómara en Finnur rekur sína menn á bekkinn.
ÍR leiðir í hálfleik. ÍR 46-41 Valur.
Á tölfræðiblaðinu eru liðin nokkuð jöfn í frákastabaráttunni þó hefur ÍR tekið þremur fleiri annars eru Íringar 51% fg með betri skotnýtingu en Valur 42% fg.
Seinni hálfleikur
Þessi leikur heldur áfram að vera frábær skemmtun bæði lið að sýna mikla baráttu þó lætur Kári þetta hafa áhrif á sig og er farin að gefa Hooligans lookið en Finnur tekur hann útaf í næstu sókn á eftir. ÍR eru að komast inní hausinn á þessu gæðamikla Valsliði sem koma þó til baka og jafna 59-59 þegar þrjár mínútur eru eftir af þriðja leikhluta og nú vakna stuðningsmenn Vals. Geggjuð stemning.
ÍR 62-68 Valur þegar við förum inní fjórða.
Gæðin í þessu Valsliði eru mikil og nú eru þeir hættir að láta þetta ná til sín.
Leikurinn heldur áfram sömu spennu, lætin eru áfram og ÍR jafna leikin og liðin skiptast á forystu síðustu fjórar mínúturnar. Dómarar hafa sett góða línu og eru ekki að dæma nema það sé nánast óíþróttamannsleg villa sem gerir þetta enn skemmtilegra.
Tilfinningar og æsispenna lýsa þessum leik best sem er frábær. Valsmenn koma sér í fimm stiga forskot alveg undir lok leiksins sem er of mikið fyrir ÍR þegar lítið er eftir en heimamenn hikuðu svolítið í skotunum undir lokin þó setur Tómas svaka þrist og Woods fer á línuna sem kemur þessu í þrjú stig sem dugar. Svakalegur leikur, ÍR 82-85 Valur.
Tölfræði leiks
ÍR: Falko sem var meiddur var með tvennu 16 stig og 11 stoðsendingar og 18 í frl. Næstur kom Tómas 19 stig 9 frk 18 frl. Björgvin 10 frk.
Valur: Kristófer 20 stig. Frank Booker (maður leiksins) 19 stig og 28 í framlag.
Hvað svo?
Jólafrí hjá báðum liðum. ÍR verður í 7 sæti yfir Jólin og Valur í þriðja.
ÍR fær Keflavík í heimsókn 4 janúar kl 19:00.
Valur heimsækir heitsta liðið á landinu Tindastól 3 janúar kl 19:15



