spot_img
HomeFréttirValsmenn sigruðu í a-riðli í 7. flokki

Valsmenn sigruðu í a-riðli í 7. flokki

Þriðja keppnishelgi í a-riðli í 7. flokki drengja fór fram í Vodafone höllinni um helgina. Núverandi Íslandsmeistarar í þessum árgangi eru Keflvíkingar og hafa þeir leikið vel á þessu keppnistímabili. Nokkuð var um dramatík þessa helgi. Eitt lið klikkaði eitthvað á skipulagi mótsins og mætti ekki í fyrsta leik sinn. Mótshaldarar og þjálfarar leystu það mál með því að leika leikinn á mánudaginn í öðru íþróttahúsi.
 
Mótshaldarar hefðu getað skrifað skýrslu á leikinn og þá hefði leikurinn væntanlega tapast og það lið misst af möguleika á því að verða Íslandsmeistari í vor. En sem betur fer fór málið ekki þá leið. Nokkrir leikir voru mjög jafnir og einn leikur fór í framlengingu. Leikur KR og Ármanns var sviptingasamur, þegar lítið var eftir var Ármann með gjörunninn leik en á ótrúlegan hátt tókst KR að skora 15 stig á síðustu tveimur mínútum leiksins og ná muninum niður í tvö stig og áttu síðan séns á að jafna eða sigra. Það var hlutskipti Fjölnis að falla niður í b-riðil, en þeir léku samt ágætlega um helgina og voru ekki langt frá því að halda sér uppi. Úrslit leikja voru eftirfarandi:
 
 
Valur – Fjölnir 42-35
Valur – Ármann 31-19
Keflavík – KR 48-29
KR – Fjölnir 36-34
Valur – KR 35-30
Ármann – Fjölnir 34-29
Keflavík – Fjölnir 50-25
Valur – Keflavík 30-42
KR – Ármann 28-30
Keflavík – Ármann 38-21
 
 
Í þessum flokki er boðið upp á aukastig og nýttu ekki öll liðin sér það. Mótið endaði þannig: Valur 10 stig, Keflavík 9 stig, Ármann 7 stig, KR 6 stig og Fjölnir 4 stig. Þar sem Keflvíkingar hafa staðið sig best í þremur fyrstu fjölliðamótum keppnistímabilsins fá þeir úrslitamótið. B-riðill var í Hveragerði um helgina. Þar var einnig spenna en Hamar/Hrunamenn unnu riðilinn á innbyrðisúrslitum. Þrjú lið voru með þrjá sigra. H/H vann Stjörnuna með fimm stigum, Njarðvík vann H/H með tveimur og Stjarnan vann þá grænu með tveimur.
 
Mynd/ Sjöundi flokkur Ármanns
  
Fréttir
- Auglýsing -