spot_img
HomeFréttirValsmenn mega syngja "Seinni hálfleikur er okkar"

Valsmenn mega syngja “Seinni hálfleikur er okkar”

ÍA og Valur mættust á Akranesi í 1. deildinni nú í kvöld. Hlutskipti liðanna voru ólík fyrir leikinn.  Valur í 3. sæti í harðri toppbaráttu á meðan ÍA sigldi lignan sjó í 8. sæti deildarinnar.  Það var þó ekki að sjá í fyrri hálfleik en heimamenn í ÍA spiluðu hörku flotta vörn og sóknin fylgdi í kjölfarið á meðan Valsmenn voru hálf hikandi og eins og leikur ÍA hafi komið þeim á óvar.  Munurinn á liðunum var þó ekki mikill í hálfleik, 42-37 fyrir ÍA.

 

Seinni hálfleikur var eiginlega frekar ójafn þar sem Valsmenn pressuðu ÍA strax og nánast allan hálfleikinn sem virtist koma Skagamönnum á óvart og þeir voru hálf hikandi.  Niðurstaðan varð 70 – 98 sigur Vals og tvö mikilvæg stig á töfluna hjá þeim. Valur er því enn í 3. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Fjölni og tveimur stigum á undan Breiðablik en Valsarar eiga leik til góða á bæði þessi lið.

 

Viðsnúningurinn

 

Þá má segja að viðsnúningur leiksins hafi verið hálfleikurinn en í seinni hálfleik varð hið svokallaða hrun hjá heimamönnum í ÍA.  Skagamenn óska þess eflaust að leikurinn hefði bara verið 20 mín. en því miður fyrir þá var leikurinn hinar hefbundnu 40 mín. og Valsmenn nýttu sér það og seinni hálfleikurinn var þeirra.

 

Besti leikmaðurinn í aðalhlutverki

 

Tilnefndir voru 24 leikmenn en verðlaunin fara til Urald King fyrir framlag sitt fyrir Val í kvöld en það var upp á 42.  Innifalið í því framlagi má nefna tröllatvennu, alley-oop, varin skot og stona bolta.  Annars er nánari tölfræði úr leiknum hér 

 

Umfjöllun: HGH

Mynd: Jónas H. Ottósson

Fréttir
- Auglýsing -