Sjöunda umferðin í Bónus deild karla lauk í kvöld með tveimur leikjum, annar þessara leikja var í N1 höllinni þegar heimamenn í Val fengu Álftanes í heimsókn. Hver hefði trúað því fyrir tveimur árum að Álftanes yrðu sigurstranglegri aðilinn í dag? En gestirnir gátu með sigri farið upp í 10 stig en Valsmenn myndu jafna Álftanes ef þetta myndi enda sem heimasigur. Það var mikið jafnræði með liðunum í fyrsta leikhluta, en síðan settu heimamenn í lás og náðu góðri forystu í 3. leikhluta og héldu því út leikinn og unnu sanngjarnan sigur, 92-80.
Álftanes byrjaði af miklum krafti sóknarlega, voru með 100% nýtingu alveg fyrstu 5 mínúturnar, ef þeir hefðu verið jafn öflugir varnarlega, þá hefðu þeir stungið heimamenn af. Valsmenn náðu að hanga í gestunum, hertu aðeins á vörninni og munurinn varð aldrei mikill. Álftanes leiddi eftir fyrsta leikhluta 25-27.
Valsmenn komust svo yfir í fyrsta skiptið í leiknum í upphafi annars leikhluta, síðan liðu alveg tvær mínútur án þess að hvorugu liði tækist að skora. Kristófer Acox reyndi sitt ýtrasta til að Álftanes kæmist aftur yfir, fékk tvær tæknivillur og var hent út úr húsi, annað fyrir tuð og hina fyrir heimskulegt brot. Þarna var leikhlutinn ekki hálfnaður og voru Valsmenn nógu þunnskipaðir fyrir, aðeins með fimm á bekknum, engin Ástþór til dæmis. En Valur gerði vel í fjarveru Kristófers, settu niður 3 þriggja stiga körfur sem dugðu til að leikar voru jafnir í hálfleik, 41-41.
Það var jafnræði með liðunum í upphafi seinni hálfleiks, heimamenn þó með undirtökin og virtust hafa leyst ágætlega fjarveru Kristófers, þegar Booker jók muninn í 7 stig var Kjartani nóg boðið og tók leikhlé. Það skilaði sínu og Álftanes voru fljótir að nálgast Valsmenn. Kemur þá ekki sjaldséður þristur frá Hjálmari og Valsmenn eflast. Valsmenn náðu virkilega vel saman í vörninni sem lagði grunninn af forystu heimamanna eftir 3 leikhluta, 68-54.
Það virtist allt ganga Val í hag í upphafi 4. leikhluta, Álftanes kom ekki einu sinni vítaskotum ofan í. Þeir voru ósáttir við einhverja dóma og létu allt fara í taugarnar á sér. En jákvæða var að Dúi skoraði sín fyrstu stig í leiknum, sem voru fyrstu stig gestanna í leikhlutanum. En stundum var kappið hjá Álftanes aðeins of mikið í sókninni og þeir réðu lítið við Kára, sem setti upp sýningu, og skyndilega var munurinn orðin 20 stig. Gestirnir gáfust samt ekki upp og með Okeke undir körfunni fóru þeir að nálgast Val, en leikurinn
Hjá Val var Kári frábær, setti 26 stig, Booker var með 22 stig. Hjá Álftanes var Okeke með 23 stig og Murkey með 21 stig.
Næsti leikur Vals verður þann 20. nóvember þegar þeir heimsækja KR, degi síðar leika Álftanes við Keflavík í Keflavík.
Valur: Kári Jónsson 26/4 fráköst/5 stoðsendingar, Frank Aron Booker 22/7 fráköst, Lazar Nikolic 13/7 fráköst, Callum Reese Lawson 10/6 fráköst, LaDarien Dante Griffin 8, Kristófer Acox 6/6 fráköst, Hjálmar Stefánsson 5/7 fráköst, Karl Kristján Sigurðarson 2, Arnór Bjarki Halldórsson 0, Oliver Thor Collington 0.
Álftanes: David Okeke 23/11 fráköst, Ade Taqqiyy Henry Murkey 21/6 fráköst/6 stoðsendingar, Haukur Helgi Briem Pálsson 11/5 fráköst, Shawn Dominique Hopkins 10, Sigurður Pétursson 8/4 fráköst, Hilmir Arnarson 5/4 fráköst, Dúi Þór Jónsson 2/6 stoðsendingar, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 0, Duncan Tindur Guðnason 0, Arnór Steinn Leifsson 0, Ingimundur Orri Jóhannsson 0, Almar Orn Bjornsson 0.



