spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaValsmenn með góðan iðnaðarsigur á Álftnesingum

Valsmenn með góðan iðnaðarsigur á Álftnesingum

Í kvöld hófst loksins 19. umferð Subway deild karla, eftir langt landsleikjahlé. Meðal annara leikja tóku Valsmenn á móti Álftanes. Fínasta mæting í húsið og allt eins og það á að vera. Leikurinn  byrjaði stórskemmtilega, mikill hraði og nokkuð jafn. Valsmenn sigu síðan fram úr og lönduðu öruggum sigri.

Leikurinn byrjaði fjörlega, mikill hraði og greinilega langt síðan að leikmennirnir hafa spilað keppnisleik. Álftanes byrjaði ögn betur, en Kristófer sá til þess að Valsmenn voru aldrei langt undan, þegar svo leikhlutinn var hálfnaður tóku Valsmenn forystuna sem þó dugði ekki lengi. En stórskemmtilegur fyrsti leikhluti endaði 25-27 fyrir Álftanes. Giga og Wilson með stórleik fyrir gestina.

Eitthvað virtust varnir liðana hafa batnað í öðrum leikhluta, þegar leikhlutinn var hálfnaður hafði Álftanes aðeins skorað 2 stig, sem betur fer fyrir þá þá skoruðu Valsmenn aðeins 9 stig á sama tíma. Eftir það fór þó hittnin að batna en Valsmenn leiddu í hálfleik 46-42.

Þriðji leikhluti byrjaði eiginlega alveg eins og annar leikhluti, Álftanes skoraði bara 2 stig fyrstu 4 mínúturnar á meðan Valsmenn gerðu 11 og náðu því 13 stiga forskoti sem var það mesta hingað til í leiknum.  Leikurinn var síðan í járnum út leikhlutann og Valsmenn leiddu með 11 stigum 67-56.

Enn byrja Valsmenn leikhlutann mun betur en Álftanes, komu muninum upp í 17 stig þegar Kjartan fékk nóg og tók leikhlé. Justas farið á kostum í liði Vals í þessum leikhluta. Það breytti ekki miklu leikhléið, Valsmenn komu út enn grimmari í vörninni. Þegar um fjórar mínutur voru eftir voru Valsmenn komnir með 20 stiga forystu. Endaði leikurinn síðan með öruggum sigri Valsmanna 89-71.

Umgjörðin á þessum leik var til fyrirmyndar, heill haugur af ungum iðkendum bæði Vals og Álftanes fengu að spreyta sig með boltann þegar færi gafst.

Hjá Valsmönnum átti Kristofer Acox flottan leik, með 20 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Justas Tamulis með 18 stig.  Giga og Douglas drógu vagninn fyrir Álftanes, Giga með 17 stig og 5 fráköst og Wilson með 18 stig og 12 fráköst.

Næstu leikir þessara liða í Subway deildinni er hjá Valsmönnum 15. mars þegar þeir heimsækja Grindavík Kópavoginn. Degi fyrr fer fram sannkallaður derby leikur þegar Álftanes fær Stjörnuna í heimsókn.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

Fréttir
- Auglýsing -