spot_img
HomeFréttirValsmenn með 126 stig í Kennó

Valsmenn með 126 stig í Kennó

Valur vann auðveldan 48-126 sigur á Ármanni í 1. deild karla í kvöld. Ljóst var í hvað stefndi snemma leiks og linntu Hlíðarendapiltar ekki látum fyrr en þeir höfðu sett 126 punkta á töfluna.

Þessi 126 stig eru met á tímabilinu í 1. deild en Skallagrímsmenn áttu fyrra metið sem var 124 stig, einmitt gegn Ármanni. 

 

Jamie Jamil Stewart Jr. var atkvæðamestur í liði Vals í kvöld með 43 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar en allir leikmenn Vals skoruðu í kvöld. Valsmenn urðu reyndar fyrir skakkaföllum þegar Illugi Steingrímsson var borinn af velli eftir slæma lendingu í troðslutilraun. Illugi fór til þess að fá aðhlynningu lækna svo ekki er vitað nákvmælega þessa stundina hvers eðlis sé með ökklann.

 

Guðni Sumarliðason var stigahæstur í liði Ármanns í kvöld með 8 stig en Ármenningar hafa tapað síðustu fimm deildarleikjum sínum og eru í næstneðsta sæti deildarinnar með 4 stig. 

 

Tölfræði leiksins

 

Staðan í 1. deild karla
 

Staða
 
 
Deildarkeppni
Nr. Lið L U T S Stig/Fen Stg í L/Fen m Heima s/t Úti s/t Stig heima s/f Stig úti s/f Síðustu 5 Síð 10 Form liðs Heima í röð Úti í röð JL
1. Þór Ak. 14 11 3 22 1244/978 88.9/69.9 6/1 5/2 92.7/68.3 85.0/71.4 4/1 8/2 +1 +5 -1 1/1
2. Fjölnir 13 10 3 20 1220/1022 93.8/78.6 5/1 5/2 98.2/83.0 90.1/74.9 3/2 8/2 -1 +4 -2 0/0
3. Skallagrímur 13 10 3 20 1193/1013 91.8/77.9 5/1 5/2 96.0/79.3 88.1/76.7 4/1 9/1 +4 +2 +5 2/1
4. Valur 13 9 4 18 1189/972 91.5/74.8 6/0 3/4 96.0/69.8 87.6/79.0 2/3 6/4 +1 +6 +1 2/2
5. ÍA 12 7 5 14 962/974 80.2/81.2 4/2 3/3 78.3/79.5 82.0/82.8 3/2 6/4 +3 +2 +1 1/0
6. Hamar 12 6 6 12 1071/1021 89.3/85.1 4/2 2/4 93.7/83.0 84.8/87.2 2/3 5/5 +1 +1 -1
Fréttir
- Auglýsing -