spot_img
HomeFréttirValsmenn höfðu betur á lokamínútunni, 1-0(Umfjöllun)

Valsmenn höfðu betur á lokamínútunni, 1-0(Umfjöllun)

00:15

{mosimage}
(Ragnar Gylfason var hetja Valsmanna í kvöld)

Valsmenn tóku á móti Ármann/þrótt í fyrsta leik þeirra í úrslitakeppni 1. deildar fyrr í kvöld.  Valsmenn tóku afgerandi forystu í fyrri hálfleik en Ármann komu sterkir til baka og var leikurinn hnífjafn allan fjórða leikhluta.  Það voru hins vegar heimamenn sem höfðu betur á lokakaflanum og er þetta ekki í fyrsta skiptið í vetur sem Valur vinnur Ármann á lokasekúndunum.  Leikurinn endaði því með 2 stiga sigri Valsmann, 79-77 en Ragnar Gyflason átti seinasta skot leiksins þegar hann setti galopið þriggja stiga skot ofaní körfuna.  Leikurinn var hin mesta skemmtun og því óhætt að mæla með því að fólk líti við í Laugardalshöllinni á laugardaginn kl 16:00.  Stigahæstir hjá Valsmönnum voru Craig Walls með 24 stig, næstir voru Hörður Hreiðarsson með 18 og Ragnar Gylfason með 16 stig.  Hjá Ármann/Þrótt voru það George Byrd með 18 stig, Steinar Kaldal með 17 stig og  Gunnlaugur Elsuson með 16 stig.

Það var ekki laust við að smá taugastrekkingur gerði vart við sig hjá liðunum í upphafi leiks en eftir tvær mínútur af leik höfði Valsarar 2 stiga forskot, 5-2.  Leikurinn spilaðist þó jafn þegar leið á og var jafnt á flestum tölum en liðin skiptust á að taka frumkvæðið.  Steingrímur Ingólfsson var skotglaður í upphafi leiks fyrir Valsmenn en hann átti 8 af fyrstu 12 stigum heimamanna. Þegar leikhlutinn var hálfnaður höfð valsmenn eins stigs forskot, 12-11.  Þegar ein mínúta var eftir af leikhlutanum leiddu Valsmenn þó með þremur stigum 22-19 og voru að spila pressu vörn upp allan völlinn.  Það var svo ekkert skorað á lokamínútunni og því endaði leikhluinn með sama mun.

Valsmenn spiluðu fína vörn í upphafi annars leikhluta og uppskáru því 7 stiga froskot þegar þrjár mínútur voru liðnar, 29-22.  Ármann/Þróttur voru að spila svæðisvörn sem Valsmenn virtust eiga nokkuð auvðelt með að leysa en Hörður Hreiðarson var duglegur á þessum kafla og skoraði 6 stig á stuttum kafla.  Þegar rétt rúmlega fjórar mínútur voru liðnar af leikhlutanum náðu Valsmenn góðum kafla og var munurinn kominn upp í 12 stig þegar Pétur Ingvarsson tók leikhlé.  Það hafði þó ekki þau áhrif sem Pétur hefði óskað sér því aðeins mínútu síðar var munurinn kominn upp í 17 stig, 41-24 þegar Ragnar Gylfason skoraði úr galopnu þriggja stiga skoti.  Ármann svaraði þessu áhlaupi þó og Valsmenn tóku leikhlé þegar munurinn var kominn niður í 14 stig, 45-31, og hraðinn á leiknum í raun orðinn of mikill fyrri bæði lið.  Heimamönnum gekk hins vegar illa að skora á lokamínútunum og var svæðisvörn ármenninga að virka ágætlega því þegar flautað var til háflleiks var munurinn kominn niður í 7 stig, 45-38. 

{mosimage}

Stigahæstir í hálfleik voru Hörður Hreiðarsson með 12 stig og Craig Walls með 11 stig, næstur var Steingrímur Ingólfsson með 8 stig fyrir Valsmenn.  Hjá Gestunum í Ármann/þrótti voru Gunnlaugur Elsuson með 12 stig, Steina Kaldal með 8 stig og George Byrd með 6 stig. 

Ármann mættu virkilega vel stemmdir til seinni hálfleiks og í upphafi fór bókstaflega allir boltar ofaní.  Þegar þrjár mínútur voru liðnar af leikhutanum var munurinn kominn niður í aðeins 1 stig, 54-53 en Valsmenn höfðu skipt úr svæðisvörn í maður á mann sem virtist ekki hafa góð áhrif.  Ármann voru hins vegar ekki að spila góða vörn og þurftu því að skora 3 stig í nánast hverri sókn til að minnka muninn.  Þegar leikhlutinn var hálfnaður var munurinn aðeins 2 stig, 60-58.  Ármann/Þróttur komust svo yfir í fyrsta skiptið síðan í upphafi fyrsta leikhluta þegar Gunnlaugur Elsuson nýtti bæði vítin sín og aðeins rúm mínúta eftir af þrijða leikhluta, 62-63.  Þeir leiddu svo þegar flautað var til loka leikhlutans 64-65.  Gestirnir spiluðu fína vörn undir lok þrijða leikhluta og þau fáu skot sem Valsmenn fengu opin fóru ekki ofaní.  Það var hins vegar ljóst að Steinar Kaldal er hausinn í sóknarleik liðsins og þegar hann situr á bekknum vantar ásjáanlega skipulag á sóknarleik liðsins. 

Valsmenn náðu forskotinu aftur í upphafi fjórða leikhluta en ekki mátti sjá mikinn mun á liðunum sem skiptust á að skora.  Eftir þrjár mínútur af leik var munurinn 4 stig, 71-67, Valsmönnum i vil.  Þegar leikhlutinn var tæplega hálfnaður var leikurinn hnífjafn 71-71 og spennustigið orðið töluvert.  Valsmenn voru hins vegar að spila fantavörn og með Steinar Kaldal í villuvandræðum var útlitið ekkert sérlega gott fyrir Ármann en Steinar hafði náð sér í sína fjórðu villu um miðbik leikhlutans.  Þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir tók Ármann/Þróttur leikhlé í stöðunni 74-71 en bæði lið voru í mesta bastli í sókninni en spennan virtist vera farin að segja til sín.  Þegar ein mínúta var eftir höfðu Valsmenn 76-74.  Ragnar Gylfason átti svo seinustu stig leiksinns sem tryggði Valsmönnum sigurinn með þriggjastiga skoti eftir að Ármann hafði náði forskotinu í 76-77.  George Byrd sem er nýgenginn í lið við Ármann sýndi ágætisleik á köflum en óhætt er að segja að hann hafi brugðist á ögurstundu því hann nýtti vítaskotin sín mjög illa undir lokin og munar um minna í jöfnum leik sem þessum.  Það voru því valsmenn sem náðu forskotinu í þessari æsispennandi rimmu tveggja virkilega hæfileika ríkra liða og er óhætt að hvetja alla til að mæta í Laugardalshöllina á laugardaginn kemur kl 16:00 þegar annar leikurinn fer fram.

Texti: Gísli Ólafsson

Mynd: Úr safni/[email protected] og [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -