spot_img
HomeFréttirValsmenn höfðu betur á lokakaflanum (umfjöllun)

Valsmenn höfðu betur á lokakaflanum (umfjöllun)

21:22

{mosimage}

Valsmenn tóku á móti Hetti í að Hlíðarenda 1. deildinni í kvöld.  Valsmenn höfðu fyrir leikinn unnið fyrstu fjóra leikina á tímabilinu en Höttur aðeins unnið einn af fjórum.  Valsmenn mættu öflugri til leiks en Höttur gaf þó aldrei eftir.  Heimamenn leiddu allan leikinn en náðu þó aldrei meira en 10 stiga forskoti.  Leikurinn var því spennandi allan tíman og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokamínútnni.  Það var hins vegar Valur sem hafði betur, 83-80, og eru því efstir og taplausir eftir 5 umferðir ásamt Haukum og Hamar.  Stigahæstur í liði Vals var Steingrímur Ingólfsson með 21 stig en hjá Hetti var Sveinbjörn Skúlason yfirburðamaður með 30 stig.  

 

Valsmenn byrjuðu leikinn nokkuð betur en gestirnir frá Egilstöðum.  Eftir tvær mínútur var staðan orðin 6-2.  Höttur svaraði þó fyrir sig, nýttu sér hraðaupphlaupin mjög vel og voru bunir að jafna áður en langt um leið.  Valsmenn höfðu þó frumkvæðið allan fyrsta leikhluta og leiddu þegar flautað var til loka, 20-17.  Höttur var í vandræðum með að brjóta á bak varnarleik Valsmanna en nýttu sér hraðan leik á móti pressu heimamanna og héldu vel í.

Valsmenn byrjuðu annan leikhluta af miklum krafti og þegar mínúta var liðin var munurinn orðinn 8 stig, 26-18 en Valsmenn nýttu flest sín tækifæri á upphafsmínútunum.  Heimamenn héldu þessu forskoti lengst af öðrum leikhluta.  Gestirnir náðu þó að minnka muninn allverulega á lokamínútunum og þegar um það bil mínúta var eftir var munurinn aðeins eitt stig, 42-41.  Valsmenn áttu hinsvegar seinustu  5 stig leiksins og leiddu þess vegna með 6 stigum í hálfleik, 47-41.

Stigahæstir í hálfleik hjá Val var  Steingrímur Ingólfsson með 17 stig og Alexander Dungal með 10 stig.  Hjá Hetti var Sveinbjörn Skúlason stigahæstur með 16 stig og næstur var Ben Hill með 14 stig.  

Leikurinn var nokkuð jafn framan af þriðja leikhluta en Valsmenn höfðu þó alltaf frumkvæðið.  Það sýndi sig þó oft í leiknum að Höttur var aldrei langt undan því það þurfti oft ekki nema eina, tvær mínútur til þess að nánast jafna leikinn.  Þegar leikhlutinn var hálfnaður var munurinn 4 stig, 55-51.  Höttur þurfti að elta allan leikhlutan en náðu að jafna á lokasekúndunni þegar Jerry Cheves var sendur á línuna og setti bæði ofaní, 66-66.  

Enn og aftur mættu Valsmenn mun betur stefndir inní leikhlutan og þegar um það bil ein og hálf mínúta var liðin af fjórða leikhluta höfðu Valsmenn skorað 6 stig gegn engu frá gestunum og þeir tóku leikhlé.  Það var lítið skorað á næstu mínútum leiksins en þegar leikhlutinn var hálfnaður var munurinn 4 stig, 74-70.  Munurinn varð aldrei meiri en þessi fjögur stig það sem eftir lifði leiks og lokamínúturnar urðu æsispennandi.  Höttur sótti stíft að Valsmönnum sem spiluðu rólega seinustu mínúturnar og ætluðu ekki að glata því forskoti sem komið var.  Sveinbjörn Skúlason setti niður þriggja stiga skot þegar 16 sekúndur voru eftir og var munurinn þá kominn niður í 2 stig, Ragnar Gylfason var svo sendur á línuna og nýtti annað skotið.  Lokatilraun Hattar til að jafna geigaði og þar með var sigurinn í höfn fyrir Valsmenn, 83-80.   

Tölfræði leiksins

Umfjöllun og myndir : Gísli Ólafsson

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -