Nýliðar Valsmanna í úrvalsdeild kvöddu Lengjubikarkeppnina í kvöld án sigurs, liðið tapaði öllum sex leikjum sínum í riðlakeppninni og þeim síðasta stórt þegar 1. deildarlið Tindastóls kom í heimsókn. Lokatölur 76-107 Tindastól í vil.
Hannes Birgir Hjálmarsson var í Vodafonehöllinni í kvöld.
Fyrsti fjórðungur
Valsmenn setja þrist í fyrstu sókn en síðan taka við tvær mínútur þar sem liðin gera mikið af mistökum, hitta illa og tapa boltanum. Valur leiðir 3-2 þegar tvær mínútur eru liðnar. Barátta er talsverð í leiknum og stigaskor lítið, Tindastóll nær forystu 7-10 þegar um fjórar mínutur eru búnar. Tindastóll heldur forystunni, staðan 10-16 þegar þrjár mínutur eru eftir.
Liðin skiptast síðan á vítaskotum næstu mínúturnar en bæði lið eru með skotrétt, Tindastóll ávallt á undan og ná 10 stiga forystu þegar mínúta er eftir 16-26. Tindastóll er með 9 stiga forskot 18-27 í lok fyrsta fjórðungs.
Annar fjórðungur.
Valsmenn byrja betur og ná að minnka muninn í 5 stig 28-33 þegar þrjár og hálf mínuta er liðin. Valsliðið er að spila betur en Tindastóll gerir talsvert af mistökum en ná þó að halda forystunni staðan 29-39 þegar fjórðungurinn er ríflega hálfnaður og Valsmenn taka leikhlé. Tindastóll nær 13 stiga mun þegar rúm mínúta er eftir en Valsmenn taka smá kipp og minnka muninn í 8 stig 40-48 á örfáum sekúndum en Tindastóll svara með þristi. Tindastóll hefur verið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik sem hefur öðru fremur einkennst af mistökum hjá báðum liðum, staðan í hálfleik 40-51 fyrir Tindastól.
Þriðji fjórðungur
Tindastóll byrjar seinni hálfleik betur og ná 18 stiga forskoti 43-61 a fyrstu 2 1/2 mínútunum og Valsmenn ná engum takti í leiknum. Forysta Tindastóls fer í 25 stig 44-69 þegar rúmar fjórar mínútur eru liðnar og stefnir í stórsigur Sauðkræklinga! Liðin skiptast á körfum en Valsmönnum tekst ekki að minnka muninn verulega í fjórðungnum sem endar í stöðunni 58-78.
Fjórði fjórðungur
Liðin skora sitt hvora körfuna á fyrst tveimur mínútunum staðan þá 60-81 en þá nær Tindastóll nokkrum körfum í röð og kemst í 63-87. Þegar fimm mínútur eru eftir er svo staðan 67-89. Valsmönnum gengur illa að opna vörn Tindastóls sem ganga á lagið og vinna verðskuldaðan stórsigur 76-107.
Mynd úr safni/ Pétur Rúnar Birgisson gerði 10 stig í sigurliði Tindastóls í kvöld.



