Valsmenn hafa bætt við sig leikmanni fyrir baráttuna í Iceland Express deildinni. Leikmaðurinn heitir Hamid Dicko og er bandarískur með franskt ríkisfang. Hamid spilaði þrjú tímabil með Hillsdale Collage í annari deild NCAA. Hamid spilaði sinn fyrsta leik með Val þegar þeir tóku á móti Njarðvík í Lengjubikar karla. Njarðvík vann leikinn 85-96.
Hamid skoraði 14 stig í leiknum og stal 4 boltum. Hann verður því líklega kominn á leikskrá liðsins í næsta leik liðsins í Iceland Express deildinni gegn Fjölni í Dalhúsum á föstudaginn.