spot_img
HomeFréttirValsmenn á hælum FSu

Valsmenn á hælum FSu

12:15

{mosimage}
(Ragnar Gylfason og Björgvin Rúnarsson að ræða málin í gærkvöldi)

Valur vann Þór Þorlákshöfn í gærkvöldi í 1. deild karla. Eftir sigurinn er Valur í 3. sæti með 14 stig aðeins tveimur stigum frá FSu sem er í 2. sæti. Þórsarar sem hafa verið á miklu flugi eru enn sem fastast í 4. sæti með 12 stig en.

Það var sannkallaður fjögurra stiga leikur í Þorlákshöfn í gær. Rob Hodgson fyrrverandi þjálfari Þórsara var að snúa heim á ný en að þessu sinni var hann spilandi þjálfari Vals. Hann skoraði fimm stig í leiknum og tók 10 fráköst.

Eftir jafnan 1. leikhluta sem endaði 21-21 náðu Valsmenn aðeins að bæta í og fóru með átta stiga forystu í hálfleik 37-45. Í þriðja leikhluta stungu Valsmenn af og voru komnir með 22 stiga forystu þegar síðasti leikhluti kláraðist.

Valur vann að lokum 80-89.

Stigahæstur hjá Val var Craig Walls með 23 stig en hjá Þór var það Tom Port með 36 stig.

Hægt er að lesa um leikinn á heimasíðu Vals.

Tölfræði leiksins

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -