spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaValskonur slökktu á Stjörnunni í fyrri hálfleik

Valskonur slökktu á Stjörnunni í fyrri hálfleik

Níunda umferð Bónusdeildar kvenna hófst í kvöld, þegar Stjarnan tók á móti Valskonum. Stjarnan hefur verið á miklu skriði undanfarið og unnið 4 leiki í röð en Valur hefur komið sér fyrir í annað sætið eftir góða sigra í tveimur síðustu leikjum sínum. Leikurinn varð í raun aldrei spennandi, Valskonur náðu mjög góðu forskoti í fyrri hálfleik, sem lagði grunninn af góðum sigri þeirra, 68-88.

Það er óhætt að segja að gestirnir byrjuðu leikinn betur skorðu fyrstu átta stigin og Stjarnan kom ekki körfu niður fynn að 3 mínútur voru liðnar. Áttu heimakonur í mesta basli með vörn Valsara. Sóknar- og varnarleikur Stjörnunnar batnaði þó töluvert þegar Berglind Katla kom inn á, mikið efni þar á ferð. Þær komu muninum niður í 3 stig, en Valur skoraði síðustu 5 stigin, þar á meðal flautukörfu lengst utan af velli frá Söru. Staðan eftir 1. leikhluta 12-20.

Aftur byrjuðu gestirnir betur og eftir 90 sekúndur neyddist Óli til að taka leikhlé fyrir Stjörnuna, enda voru þær undir 4-12 á þessum leikhluta. Það kom töluvert meiri stríðsandi í heimakonur en gestirnir eiga eitt stykki Söru Líf sem er alltaf til í læti. Valskonur bættu í og virtust þær ná að skora í hverri sókn. Ekki bætti það heldur að Valur einokaði nánast fráköstin, bæði I vörn og sókn. Fór að Valur skoraði 37 stig í leikhlutanum og leiddu í hálfleik, 28-57.

Stjarnan ætlaði ekki að leyfa gestunum að byrja betur í þessum leikhluta, voru mun ákveðnari og fastari fyrir en í fyrri hálfleik. En það skilaði sér ekki í meiri stigasöfnun en Valur,  mjög jafnt og mjög lítið skorað hjá báðum liðum. Stjarnan hefði kannski aðeins náð að laga stöðuna betur ef þær hefðu rifið niður fleiri fráköst. En eftir frábæra pressuvörn undir lok leikhlutans náði Stjarnan að minnka muninn í 22stig, 49-71 fyrir gestina.

Það var öllum ljóst að þetta yrði brekka fyrir Stjörnukonur í 4. leikhluta, en þær ætluðu sko aldeilis ekki að láta kjöldraga sig og háðu hetjulega baráttu, tveir þristar frá hinni 16 ára Sigrúnu Sól gáfu þeim smá von um ásættanlegri úrslit. Kannski voru gestirnir orðnir værukærir, farnar að fara svolítið djúpt á bekkinn. Fór svo að Valur sigldi þessu heim og unnu með tuttugu stigum, 68-88.

Hjá Stjörninni átti hinn 15 ára gamla og bráðefnilega Berglind Katla flottan leik, mjög áræðin og setti niður 20 stig,McGruder setti 12 stig og komu þau flest í 4. leikhluta Sigrún Sól setti10 stig og fráköst. Hjá Val var Reshawna Stone frábær með 25 stig, Alyssa Cerino einnig íllviðráðanleg með 22 stig, Ásta Júlia var með 14 stig.

Stjarnan fer næst til Njarðvíkur þann 3. desember á meðan Valur fær degi fyrr Keflavíkurkonur í heimsókn.

Fréttir
- Auglýsing -