spot_img
HomeFréttirValskonur öruggar í Origo Höllinni

Valskonur öruggar í Origo Höllinni

Valur lagði Skallagrím í kvöld í fyrsta leik liðanna eftir að keppni í körfubolta á Íslandi var á nýjan leik heimil, 91-58. Bæði lið því með 4 stig eftir fyrstu þrjá leiki sína, hvort um sig unnið tvo leiki og tapað einum.

Gangur leiks

Það voru gestirnir úr Borgarnesi sem byrjuðu leik kvöldsins betur. Heimakonur í Val voru þó fljótar að ná áttum og höfðu 6 stiga forystu að loknum fyrsta leikhlutanum, 26-20. Undir lok fyrri hálfleiksins bættu þær svo aðeins í og voru þægilegum 11 stigum yfir í hálfleik, 44-33. Í þriðja leikhlutanum gera þær svo endanlega út um leikinn, eru 21 stigi yfir fyrir lokaleikhlutann, 65-44. Eftirleikurinn auðveldur, vinna að lokum með 33 stigum, 91 gegn 58.

Kjarninn

Valsliðið er gríðarlega vel mannað. Með tilkomu Ástu Júlíu Grímsdóttur og Helenu Sverrisdóttur í annars nokkuð breiðan hóp er erfitt að sjá hvernig önnur lið ætla að eiga við þær í vetur. Ásta Júlía frábær í kvöld með 14 stig og 9 fráköst. Helena með 7 stig og 8 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta á 26 mínútum spiluðum í leiknum, en hún á vafalaust eftir að verða betri sem líður á tímabilið.

Á móti er hægt að segja að Skallagrímsliðið sé grunnt. Byrjunarliðið þeirra er frekar gott, sem og Embla sem kom inná sem sjötti maður í leiknum. En þegar hvíla þurfti miðherjann Nikita Telesford, þá varð leikurinn virkilega erfiður fyrir þær. Bæði Hildur og Ásta gerðu það sem þeim datt í hug á meðan. 

Atkvæðamestar

Kiana Johnson var atkvæðamest í nokkuð jöfnu liði Vals í kvöld með 19 stig og 8 stoðsendingar. Fyrir Skallagrím var það Keira Robinson sem dróg vagninn með 15 stigum og 7 fráköstum

Tölfræði leiks

Myndasafn (Eygló Anna)

Fréttir
- Auglýsing -