Valskonur gerðu sér góða ferð í Keflavíkina í kvöld með seiglu sigri gegn heimastúlkunum sem fyrir leik höfðu aðeins tapað einum leik í deildinni. Valur var yfir megnið af leiknum en aldrei þó þannig að þær væru eitthvað að stinga af og Keflavíkurstúlkur aldrei langt undan forystan náði þó mest 9 stigum í fyrri hálfleik. Valsstúlkur leiddu með 3 stigum þegar gengið var til leikhlés. Loka mínútan var spennandi þar sem að Keflavík lét reyna á vítanýtingu Valskvenna og þeim brást ekki bogalistin þar og fögnuðu að lokum 73:76 dýrmætum úti sigri.
Það var jafnræði með liðinum á fyrstu mínútum leiksins en það dró hinsvegar fljótlega til tíðinda þegar gestirnir fóru að síga fram út strax í fyrsta leikhluta. 15:24 var staðan þegar mestur var munurinn á liðinum allt kvöldið en það átti eftir að breytast. Þegar fór að dimma í leik Keflvíkinga þá tók Porsche Landry leik þeirra á sínar herðar og skoraði nánast af vild. Ofaní það var Sara Rún einnig dugleg að aðstoða hana. Hjá Valsstúlkum var Kristrún Sigurjónsdóttir allt í öllu á fyrstu metrunum en þegar líða tók á fóru fleiri að taka af skarið með henni.
Það er óhætt að segja að bæði lið voru hinsvegar á stundum mislagðar hendur og hittni eftir því. Einföldustu sniðskot vildu hreinlega ekki ofaní og skotnýting innan teigs uppá 41% hjá Valsstúlkum sanna það. Og meira af mistökum því tapaðir boltar urðu alls 35 hjá báðum liðum. En jafnræði þetta skilaði sér hinsvegar í háspennu leik því eftir fyrsta fjórðung þá varð munurinn aldrei miklu meira en þessi 2-5 stig.
Ef við spólum þá bara í þann hluta leiksins sem mestu máli skiptir, eða loka mínúturnar. Allt virtist vera að stefna í nokkuð öruggan sigur Vals þegar um tvær mínútur voru til loka. Þær leiddu þá með 5 stigum og höfðu gert það megnið af fjórða leikhluta. En Keflavík á heimavelli, meistararnir eru þekktar fyrir allt annað en að lúta í parket án alvöru baráttu. Þristur frá Kristrúnu Sigurjónsdóttir þegar 40 sekúndur voru eftir virtist ætla að klára dæmið fyrir Val en hinumegin var Bryndís Guðmundsdóttir sterk fyrir og setti niður þrjú stig uppá gamla mátann (And 1) Sem fyrr segir létu Keflavíkurstúlkur reyna á vítanýtingu Vals og þar var Kristrún með öryggið uppmálað og kláraði sitt. Keflavík átti hinsvegar síðasta færi leiksins. Leikkerfi sem var kannski heldur flókið fór forgörðum en á tíma í þessu kerfi stóð Bryndís Guðmundsdóttir í upplögðu færi til að jafna leikinn en héld hinsvegar kerfinu áfram á Porsche Landry sem kom ekki almennilegu skoti af.
Óhætt að segja að Valsstúlkur voru að þessu sigri vel komnar. Þær unnu vel fyrir sínu og þá sérstaklega varnarlega. Jaleesa seig þó hún sé nú kannski ekki jafn fleyg og sín fyrstu ár hér á landi. En hún skilaði ansi huggulegri tvennu í 12 fráköstum og 15 stigum að ógleymdum 6 stolnum boltum.
Keflavíkurstúlkur söknuðu framlagi frá fleiri leikmönnum þetta kvöldi. Ungar stúlkur sem hafa verið að sýna góða takta í vetur voru gersamlega týndar í þessum leik og sú staðreynd að þrír leikmenn skori 65 af 73 stigum þeirra sannar mál mitt. En helsti höfuðverkur heimasætanna í Keflavík var varnarleikurinn og þá sérstaklega hjálparvörnin sem virtis einfaldlega ekki vera til. Ein auka sending hjá Valsstúlkum skilaði þeim ansi mörgum auðveldum körfum.



