spot_img
HomeFréttirValskonur festu sér sætið í úrslitakeppninni

Valskonur festu sér sætið í úrslitakeppninni

Valur og Keflavík áttust við í Domino´s deild kvenna í kvöld þar sem Valur fór með sigur af hólmi eftir jafnan og spennandi leik. Þessi tvö lið munu mætast í úrslitakeppninni þar sem Keflavík verður með heimaleikjaréttinn. Hannes Birgir Hjálmarsson var að Hlíðarenda í kvöld og fylgdist grannt með gangi mála:

Leikurinn byrjar fjörlega, bæði lið virðast tilbúin í leikinn og stemmningin flott, staðan 5-5 eftir 2 mínútur. Bæði lið beita pressuvörn sem hefur ekki tilætluð áhrif til að byrja með og liðin skora á víxl. Valur nær að skora nokkrar körfur án þess að Keflavík nái að svara og staðan 13-9 fyrir Val þegar 6 mínútur eru eftir. Keflavík fer í svæðisvörn eftir leikhlé en Valur skotar tvær þriggjastiga körfur í röð og ná 10 stiga forystu 19-9. Keflavik nær áhlaupi og minnkar muninn í tvö stig eftir að Valskonur missa boltann í tvígang, 21-19 og komast yfir 21-22 eftir þrist frá Jessicu. Liðin skiptast síðan á körfum og jafnt 26-26 að loknum fyrsta leikhluta.
 
Valsliðið byrjar annan leikhluta á tveimur þristum frá Kristrúnu og Jaleesa skorar úr hraðaupphlaupi og kemur Val í 34-26 og tvær mínútur liðnar af fjórðungnum. Valsliðið leysir ágætlega úr pressu Keflvíkinga en vörn Vals heldur ágætlega þar sem Keflavík nær aðeins að skora tvö stig á fyrstu þremur mínútum leikhlutans. Valsliðið heldur þó í nokkurra stiga forystu og leiðir 39-33 þegar annar fjórðungur er hálfnaður. Liðin skora til skiptis en Valur er alltaf 4-6 stigum yfir þar til Pálína skellir niður þristi og liðin skora úr hraðaupphlaupum á víxl þá nær Keflavík eins stigs forystu 45-46 og 90 sekúndur eftir af leikhlutanum. Liðin skora til skiptis og Valur er yfir tveimur stigum í hálfleik 50-50.
 
Kristrún setur þrist yrir Val og Pálína svarar með þristi fyrir Keflavík sem nær smá áhlaupi og nær forskoti 53-59 þegar þrjár og hálf mínúta er liðnar af þriðja leikhluta.  Valskonum virðist ómögulegt að skora gegn sterkri vörn Keflavíkur og hafa bara skorað eina körfu í leikhlutanum þegar fimm og hálf mínúta er liðin! Hallveig setur þá tvo þrista í röð og minnkar muninn í tvö stig og Ragnheiður jafnar 61-61 þegar tvær og hálf mínúta er eftir og spennan í hámarki! Valur nær siðan forystu með því að skora fjórar körurbí röð 69-63. Staðan fyrir lokahluta leiksins 71-65 fyrir Val og allt stefnir í hörkubaráttu í lokaleikhlutanum.
 
Baráttan er gífurleg í upphafi lokafjórðungsins og litið skorað til að byrja með Valsliðið nær þó 11 stiga forskoti 80-69 og sex mínútur eftir liðin skiptast svo á körfum þannig að Valur er með sjö stiga forystu þegar lokafjórðungurinn er hálfnaður. Sara Rún hjá Keflavík fer meidd af velli þegr rúmar fjórar mínútrur eru eftir, vonandi ekki alvarleg meiðsli. Staðan 88-81 og 3:40 eftir af leiknum. Bæði lið gera mistök og tapa boltum, en jákvætt er að Sara Rún kemur aftur inná hjá Keflavík. Jaleesa setur tvö víti úr skotréttar vítaskotum, forskot Vals 92-85 en Jessica setur þrist og skorar úr hraðaupphlaupi og munurinn skyndilega tvö stig 92-90 þegar 1:45 eru eftir af leiknum. Ragna Margrét nær svakalegu soknarfrákasti og skorar en Pálína svarar með góðri körfu brotið er á Hallveigu þegar 55 sekúndur eru eftir og hun skorar úr báðum skotunum og Keflavik tapar boltanum í næstu sókn. Bæði lið misnota tækifæri til að skora og Valsliðið vinnur góðan sigur á Keflavík 96-92 og tryggðu þar með þátttöku liðsins í úrslitakeppninni.
 
Kristrún Sigurjóns var stigahæst Valskvenna með 26 stig, Hallveig Jónsdóttir 19 stig, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 18 stig og 14 fráköt og Jaleesa Butler var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu: 16 stig, 13 fráköst og 9 stoðsendingar. Hjá Keflavík var Pálína Gunnlaugsdóttir stigahæst með 24 stig Sara Rún Hinriksdóttir með 23 stig og 10 fráköst,  Jessica Ann Jenkins með 14 stig.
 
Spennandi verður að fylgjast með viðureignum þessara liða en þau munu mætast í undanúrslitum Dominos deildar kvenna!
 
Hannes Birgir Hjálmarsson / Vodafonehöllin að Hlíðarenda
 
  
Fréttir
- Auglýsing -