spot_img
HomeFréttirValskonur eina liðið sem ekki hefur orðið bikarmeistari

Valskonur eina liðið sem ekki hefur orðið bikarmeistari

Poweradebikarúrslitin fara fram á Laugardag, ekkert af þeim liðum sem lék til bikarúrslita á síðustu leiktíð komst í úrslit þetta árið. Eitt lið, Valskonur, er að leika sinn fyrsta bikarúrslitaleik í sögu félagsins. Andstæðingar þeirra, Keflavíkurkonur, tja…þær þekkja hverja fjöl í Höllinni.
 
Í karlaflokki hafa bæði lið áður orðið bikarmeistarar en annað liðið, Stjarnan, hefur bara einu sinni áður leikið til bikarúrslita en það var árið 2009.
 
Keflvíkingar eru ansi sjóaðir í Höllinni í kvennaflokki en liðið hefur unnið bikarinn 12 sinnum og síðast árið 2011. Alls hefur Keflavík leikið 19 bikarúrslitaleiki, 12 sigrar og 7 töp. Valskonur fara um helgina í fyrsta sinn í bikarúrslit eins og áður segir.
 
Grindvíkingar þekkja Höllina einnig vel, hafa fjórum sinnum orðið bikarmeistarar og síðast árið 2006. Gulir hafa alls leikið sex bikarúrslitaleiki, fjórir sigrar og tvö töp á meðan Stjarna er með 100% nýtingu í Höllinni, 1 leikur og þar hafðist sigur.
 
Möguleikarnir eru spennandi fyrir þessa helgi, við gætum fengið nýtt lið á bikarinn í kvennaflokki, Keflavík gæti enn aukið við glæsilega bikarsögu sína, karlalið Grindavíkur gæti saxað á bikartitlafjölda erkifjenda sinna í Njarðvík (8) og Keflavík (6) og Stjarnan gæti haldið áfram að vera ,,spotless” í Höllinni.
 
 
Karfan.is hvetur alla til þess að fjölmenna í Laugardalshöll á laugardag og styðja jákvætt við bakið á sínum liðum!
  
Fréttir
- Auglýsing -