spot_img
HomeFréttirValsarar valsa með tvö stig frá Borgarnesi

Valsarar valsa með tvö stig frá Borgarnesi

Valsarar mættu í Borgarnes til að sækja sigur gegn Skallagrím sem tapaði í bikarúrslitum gegn Keflavík síðasta laugardag. Valskonur höfðu unnið tvo af síðustu þremur leikjum og verið að finna taktinn betur á árinu 2017. 

 

Valur var mun sterkari í byrjun og komst yfir strax á upphafsmínútum. Skallagrímur hélt í við þær en varnarleikur beggja liða var í aðalhlutverki í fyrri hálfleik. Staðan var 30-31 í hálfleik og von var á háspennuleik í seinni hálfleik.

 

Um miðbik þriðja leikhluta stakk Valur svo af og komst í 12 stiga foyrstu, þá var Manuel Rodriquez nóg boðið og tók leikhlé. Skallagrímur náði þá að minnka muninn en komst aldrei nægilega nálægt Val sem hafði á endanum átta stiga sigri. 

 

Mia Lloyd átti magnaðan leik í kvöld, endaði með 28 stig og 24 fráköst en Dagbjört Dögg var einnig frábær í kvöld. Sigrún Sjöfn var atkvæðamest hjá Skallagrím með 18 stig en borgnesingar spiluðu einungis á sex leikmönnum í kvöld þar sem Guðrún Ósk meiddist í bikarúrslitaleiknum og lék ekki í kvöld. 

 

Valur er nú með 18 stig í fimmta sæti Dominos deildar kvenna, sex stigum á eftir Stjörnunni sem er í fjórða sæti. Skallagrímur heldur enn toppsætinu en Snæfell jafnaði liðið að stigum en vesturlandsliðin mætast í Borgarnesi á laugardaginn. Skallagrímur hafði unnið níu leiki í röð í deildinni fyrir þennan og náðu Valsarar því að stöðva sigurgönguna í kvöld.

 

 

Skallagrímur-Valur 63-71 (15-17, 15-14, 15-22, 18-18)

 

Skallagrímur: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 18/11 fráköst, Tavelyn Tillman 16/8 fráköst/5 sto?sendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 12, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 10/9 fráköst, Fanney Lind Thomas 5/5 fráköst, Ragnhei?ur Benónísdóttir 2/5 fráköst, Arna Hrönn Ámundadóttir 0, Sigurbjörg Rós Sigur?ardóttir 0, Gunnfrí?ur Ólafsdóttir 0, Gu?rún Ósk Ámundadóttir 0, Gu?rún Helga Tryggvadóttir 0.

Valur: Mia Loyd 28/24 fráköst/5 sto?sendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 10/9 fráköst, Gu?björg Sverrisdóttir 9, Berg?óra Holton Tómasdóttir 8/6 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 6, Hallveig Jónsdóttir 6, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 4, Helga Þórsdóttir 0, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0, Nína Jenný Kristjánsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0.

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn leiksins

 

Viðtöl við þjálfara eftir leik:

 

 

 

Viðtöl / Snæþór Bjarki Jónsson

Fréttir
- Auglýsing -