spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaValsarar sterkari á svellinu í Síkinu í kvöld

Valsarar sterkari á svellinu í Síkinu í kvöld

Í kvöld fór fram leikur fjögur í úrslita einvígi milli Tindastóls og Vals um íslandsmeistaratitilinn. Tindastóll leiðir einvígið 2-1 eftir sigur í síðasta leik í Origo höllinni 79 – 90 í frekar sveiflukenndum leik eins og þessi sería er búinn að vera. Þessi sería er búinn að þróast allt öðruvísi heldur en á síðasta ári þegar þessi sömu lið mættust því að bæði lið hafa einungis unnið sína leiki á útivelli í þessari seríu en unnu sína heimaleiki í fyrra. Stemmingin var ólýsanleg hérna á Króknum í kvöld algjörlega sturlun.

 Leikurinn fór vel af stað og liðin að skiptast á körfum til að byrja með svo fóru Stólarnir í ham og fremstur í flokki var Sigtryggur Arnar en hann kveikti heldur betur í netinu með fjóra þrista og þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður var staðan 21 – 13 Tindastól í vil. Eftir það vöknuðu Valsararnir í smástund og náðu að minnka muninn í þrjú stig 23 -20 enn það entist stutt því nú var komið að Taiwo Badmus að leiða vagninn og setti hann tvo þrista og sniðskot plús villu að auki og staðan allt í einu orðinn 32- 23 Tindastól í vil. Stólarnir bættu við sex stigum eftir það og staðan þar með 38 -23 fyrir Tindastól. Taiwo Badmus stigahæstur með 16 stig og Sigtryggur Arnar með 14 stig Stólameginn, hjá Val var Pablo og Pavlovic með 5 stig sitthvor.

Í öðrum leikhluta fóru Valsararnir að hitta úr sínum skotum og Frank Aron þar fremstur í flokki með tvo þrista og tvö sniðskot og staðan orðinn 46 – 36 þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Síðustu þrjár mínútur fóru Valsarar á skrið og skoruðu sjö stig á meðan Stólarnir skoruðu tvö stig og staðan í hálfleik 48 -43 Tíndastól í vil. Stigahæstu leikmenn í hálfleik, hjá Stólunum var Taiwo Badmus með 22 stig og Sigtryggur Arnar með 16 stig hjá Val var það Frank Aron Booker sem leiddi vagninn með 11 stig eftir honum var Pavlovic með 9 stig.

Valsararnir byrjuðu af krafti í þriðja leikhluta og komust yfir í stöðuna 50 -51 þegar fjórar mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta. Næstu þrjár mínútur var eins og einhver hafi sett lás á körfurnar því bæði lið gátu ekki keypt sér körfu. Það dróg til tíðinda þegar tvær mínútur voru eftir af þriðja leikhluta þegar Keyshawn Woods fékk sína fjórðu villu og þar með í mikilli hættu að ljúka snemma leik. Síðustu tvær mínútur fóru bæði lið að hitta vel og skipta með sér körfum og staðan eftir þriðja leikhluta 60 -64 Val í vil. Taiwo Badmus stigahæstur með 26 stig og hjá Val var Kristófer með 16 stig.

Stólarnir byrjuðu fjórða leikhluta vel og skoruðu fyrstu fimm stigin í þeim leikhluta og þar með komnir yfir 65- 64. Næstu mínútur fór Valsvélin að malla og fóru að setja stór skot og þegar fimm mínútur voru eftir af fjórða var staðan orðinn 67- 74 Val í vil. Veislan hélt áfram Valsmeginn síðustu fimm mínúturnar og stóru skotin fóru heldur betur ofan í hjá þeim lokastaða hér í síkinu 69 -82 Val í vil.

Stigahæstu leikmenn í þessum leik hjá Val leiddi Callum Lawson með 17 stig, Kristófer Acox endaði með 16 stig hjá Stólunum var Taiwo Badmus stigahæstur með 28 stig og Sigtryggur Arnar með 19 stig.

Staðan orðinn 2-2 í einvíginu og þýðir það að það verður oddaleikur í þessari seríu á fimmtudaginn í Origo höllinni þvílík sería segi bara takk.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

https://www.karfan.is/2023/05/thetta-verdur-sidasti-leikurinn-thurfum-ad-skilja-allt-eftir-a-vellinum/
https://www.karfan.is/2023/05/vid-hedum-afram-misstum-aldrei-hausinn/
https://www.karfan.is/2023/05/thetta-er-meira-mental-nuna-hvada-lid-naer-ad-halda-ut/
https://www.karfan.is/2023/05/skuldum-okkar-folki-ad-vinna-einn-helvitis-heimaleik/

Umfjöllun, viðtöl / Eysteinn Ívar Guðbrandsson

Fréttir
- Auglýsing -