spot_img
HomeFréttirValsarar hefja leik gegn nýliðunum á útivelli - Leikjaniðurröðun efstu deildar kvenna...

Valsarar hefja leik gegn nýliðunum á útivelli – Leikjaniðurröðun efstu deildar kvenna klár

Ekki er langt síðan Valskonur lyftu Íslandsmeistaratitlinum í ár eftir lengsta tímabil í manna minnum. Þrátt fyrir það fer að styttast í það næsta. Leikjaröðun Íslandsmótanna var birt í gær og er ljóst að spennandi viðureignir eru framundan.

Heil umferð fer fram milli jóla og nýárs þar sem helst ber að nefna nágrannaslag Njarðvíkur og Keflavíkur. Leiknar verða fjórar umferðir. Liðin sem léku til úrslita á síðustu leiktíð Haukar og Valur mætast í sjöttu umferð og er fyrsta viðureign þeirra 27. október.

Leikjaröðun efstu deildar karla má finna hér.

Fyrsta umferð er eftirfarandi, leikið verður 6. október.

Keflavík – Skallagrímur

Fjölnir – Breiðablik

Grindavík – Valur

Haukar – Njarðvík

Fréttir
- Auglýsing -