spot_img
HomeFréttirValladolid lá öðru sinni

Valladolid lá öðru sinni

CB Valladolid tapaði í dag sínum öðrum leik í ACB deildinni á Spáni þegar liðið heimsótti Students. Lokatölur 80-66 Students í vil en Valladolid mátti í fyrstu umferðinni þola stóran skell gegn meisturum Real Madrid.
 
 
Hörður Axel Vilhjálmsson var líkt og í fyrstu umferðinni í byrjunarliði Valladolid og skoraði 6 stig í leiknum á tæplega 22 mínútum. Engin óskabyrjun í gangi hjá Valladolid sem fóru afar seint af stað með sinn undirbúning.
 
Jón Arnór Stefánsson og CAI Zaragoza verða svo á ferðinni á morgun þegar liðið tekur á móti CB Canarias en Zaragoza hafa byrjað vel, með sigur í fyrstu umferð ACB deildarinnar og í fyrsta leik í Eurocup.
  
Fréttir
- Auglýsing -