Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í CB Valladolid fengu skell í kvöld í sínum fyrsta mótsleik í ACB deildinni á Spáni þegar liðið heimsótti meistara Real Madrid. Lokatölur voru 87-53 Real Madríd í vil. Hörður Axel var í byrjunarliði Valladolid og lék í rúmar 26 mínútur í leiknum.
Hörður skoraði þrjú stig í leiknum og gaf tvær stoðsendingar. Stigahæstur hjá Valladolid var Omari Johnson með 15 stig og 4 fráköst en atkvæðamestur hjá meisturum Madrid var Rudy Fernández með 13 stig.



