Þeir sem veðjuðu á að Valencia myndu ekki tapa leik á undan GS Warriros eru nú eitthvað aðeins ríkari því Valencia hélt sínu striki í gær þegar þeir sigruðu lið Fuenlabrada 100:84. Tíundi sigur liðsins í röð í ACB deildinni og virðist fátt koma í veg fyrir að Valencia verði jafnvel taplausir fyrir jól. Justin Hamilton sem hefur veri ðað spila skínandi vel fyrir Valencia í allan vetur var þeirra stigahæstur með 20 stig.
Jón Arnór Stefánsson Íþróttamaður ársins lét lítið fara fyrir sér að þessu sinni í það minnsta í stigaskorun. Hann skoraði 3 stig á 16 mínútum og sendi tvær stoðsendingar.
Næsti leikur liðsins í deildinni er gegn gömlu félögum Hauks Helga Pálssonar í Manresa en þeir eru um miðja deild í 9. sæti með 5 sigra og 5 töp.



