spot_img
HomeFréttirVærlöse kjöldró botnliðið

Værlöse kjöldró botnliðið

Værlöse BBK vann í kvöld sinn annan deildarsigur í dönsku úrvalsdeildinni þegar liðið heimsótti botnlið Aalborg Vikings. Lokatölur 62-93 fyrir Værlöse þar sem Axel Kárason var með 11 stig, 9 fráköst og 2 stoðsendingar.
 
 
Axel er einn af lykilmönnum Værlöse en í níu leikjum liðsins í deildinni hefur Axel verið með 10,2 stig, 6 fráköst og 1,9 stoðsendingu að meðaltali í leik.
 
Værlöse er í 8. sæti deildarinnar með 7 sigra og tvo tapleiki.
  
Fréttir
- Auglýsing -